fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um hálfum mánuði síðan setti pólski framkvæmdastjórinn Piotr Szczerk allt á hliðina eftir að hann stal derhúfu af ungum strák á tennismótinu US Open. Líklega bjóst hann ekki við hatursöldunni sem átti eftir að ganga yfir hann en hann hefur nú beðist afsökunar og gengist við því að hafa gert mistök. Ljóst var að framkoma framkvæmdastjórans var ekki til eftirbreytni enda er Internetið harður húsbóndi á upplýsingaöldinni þar sem myndavélarnar eru úti um allt. Það fengu þó ekki allir skilaboðin en Szczerek er komin með harða samkeppni um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“.

Áskorandinn er ónefnd kona sem gerði sér lítið fyrir á leik handboltaliðanna Miami Marlins og Philadelphia Phillies á dögunum og stal hafnabolta af ungum dreng. Drengurinn var staddur á leiknum með föður sínum til að fagna afmæli sínu. Þegar faðir drengsins sá að leikmaðurinn Harrison Bader hafði náð góðu höggi ákvað hann að freista þess að grípa boltann fyrir son sinn. Þetta gekk upp hjá honum en rétt eftir að hann rétti syni sínum boltann kom kona upp að honum og var með leiðindi. Vildi hún meina að þar sem boltinn hefði lent nærri sæti hennar ætti hún tilkall til hans, þó að hún hefði ekki náð að grípa hann.

Á myndbandi af atvikinu má sjá hvernig konan, sem hefur fengið viðurnefnið Phillies-Karen, hellir sér yfir föðurinn þar til hann gefst upp, tekur boltann af syni sínum og réttir konunni sem tekur hann og strunsar aftur í sæti sitt. Að sögn miðla var þó baulað svo svakalega á konuna að hún ákvað að forða sér.

Drengurinn tók þó fljótt gleði sína á ný enda kom talsmaður Marlins upp að honum fljótlega eftir atvikið og bauð honum gjafapoka og eins fékk hann að hitta Bader eftir leikinn sem gaf honum áritaða hafnaboltakylfu. Þessi málalok nægðu þó ekki netverjum sem undanfarna daga hafa sett mikið púður í að bera kennsl á Phillies-Karen. Til þessa hefur það ekki borið árangur en spjótinu hefur þó verið beint að nokkrum konum sem hafa staðið í ströngu við að bera af sér sakir.

Faðir drengsins, Drew Feltwell, hefur þó stigið fram og lýst reynslunni.

„Hún sat í sætinu fyrir aftan mig, ég veit ekki hvort hún stóð. Mögulega. En ég var að fylgjast með boltanum frá því að kylfan hæfði hann allt þar til hann lenti í sætaröðinni, skoppaði þar um stund og ég stökk þegar af stað og um leið og ég teygði mig eftir honum nam hann staðar svo ég greip hann.“

Það kom honum svo að óvörum þegar konan greip í hann og byrjaði að hrauna yfir hann og heimta boltann. „Hún sagði: Þetta er minn bolti. Þú stalst honum – hann lenti hjá okkar sætum.“

Feltwell benti konunni á að boltinn hefði lent hjá mannlausu sæti en konan lét sér ekki segjast. Feltwell sá tvo kosti í stöðunni – ágera ástandið og vera þannig slæm fyrirmynd fyrir son sinn, eða láta undan og sýna syni sínum að stundum er það ekki þess virði að rífast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna