fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 13:25

Þinghúsið í Kathmandu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 14 eru látnir og tugir særðir eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Nepal. Þar hafa þúsundir mótmælt samfélagsmiðlabanni ríkisstjórnarinnar sem var komið á fyrir helgi. Frá því á föstudag hafa netverjar átt erfitt með að nota vinsæla miðla á borð við Facebook, Instagram, X og YouTube en þessir miðlar höfðu ekki orðið við fyrirmælum ríkisstjórnarinnar um að skrásetja sig hjá upplýsingatækniráðuneyti landsins og samþykkja þar með að fylgja nepölskum lögum.

Mótmælendur segjast tilheyra svokallaðri Z-kynslóð sem samanstendur af einstaklingum sem fæddust á árunum 1997-2012. Upplýsingatækniráðherrann, Prithvi Subba, staðfestir í samtali við BBC að lögregla hafi þurft að grípa til valdbeitingar en ríkisstjórnin telur samfélagsmiðlabannið nauðsynlegan lið í baráttunni gegn falsfréttum, hatursorðræðu og netsvikum. Mótmælendur segja þessar skýringar halda engu vatni. Hér sé um fyrirslátt að ræða til að fela raunverulegan tilgang – ritskoðun og takmörkun tjáningarfrelsis. Hafa mótmælendur bent á að samfélagsmiðlar séu notaðir í lögmætum tilgangi, svo sem til samskipta, til dægrastyttingar, til fréttalesturs og til að afla tekna. Ríkisstjórnin sé hér að freista þess að kæfa alla gagnrýni í eigin garð og því um illa dulbúna spillingu að ræða.

Óeirðir brutust út í dag þegar mótmæli fóru fram við þinghúsið í höfuðborg Nepal, Kathmandu. Mótmælendur brutu sér leið framhjá varnargörðum og þjörmuðu þar að lögreglu sem hóf þá skothríð og hörfaði inn í þinghúsið.

„Stöðvið samfélagsmiðlabannið, bannið spillingu en ekki samfélagsmiðla,“ hrópuðu mótmælendur. Sökum óeirðanna hefur verið komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar, einkum í nágrenni þinghússins og við forsetabústaðinn.

Ríkisstjórnin segist hafa ítrekað skorað á samfélagsmiðlana að skrá sig formlega í Nepal, en miðlarnir hafi ekki orðið við þeim óskum. Nokkrir miðlar, þeirra á meðal TikTok, hafa nú brugðist við og skráð sig.

Erlendir miðlar áætla að tugþúsundir hafi tekið þátt í mótmælunum. Myndbönd hafa verið birt á samfélagsmiðlum sem sýna átökin og blóði drifnar göturnar.

BBC greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna