fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 10:30

Erin verður í fangelsi næstu 33 árin hið minnsta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástralska Erin Patterson hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa þrjár manneskjur en hún notaði eitraða sveppi í máltíð sem hún bauð þeim í.

Tólf manna kviðdómur í bænum Morwell í Viktoríufylki sakfelldi Erin í júlímánuði og hefur endanleg refsing loks verið kveðin uppp. Þarf hún að sitja inni næstu 33 árin hið minnsta en þá á hún möguleika á reynslulausn.

Réttarhöld í málinu vöktu gríðarlega athygli en málið komst í fréttirnar sumarið 2023.

Borðaði af öðrum disk

Þá bauð Patterson tengdaforeldrum sínum og vinum í mat og bauð upp á girnilega Wellington-nautalund. Svo fór hins vegar að tengdaforeldrarnir og annar gestur, systir tengdamömmunnar, dóu í kjölfar matarboðsins og annar gestur, maki systurinnar, veiktist alvarlega.

Í ljós kom að baneitraðir sveppir hefðu verið notaðir í matargerðina en Patterson hélt því staðfastlega fram að hún hefði fengið sveppina fyrir mistök á markaði og ekki haft hugmynd um hættuna sem stafaði af þeim.

Ýmislegt kom þó í ljós við réttarhöldin, til að mynda borðaði Erin sjálf af disk í öðrum lit í matarboðinu og þá hafði hún rannsakað eitraða sveppi á netinu.

Dómarinn ómyrkur í máli

Þá hafði eiginmaður hennar fyrrverandi, sem boðaði forföll í matarboðið, ítrekað sakað hana um að hafa reynt að eitra fyrir sér þegar hjónaband þeirra var að fara í vaskinn. Börn þeirra voru einnig viðstödd matarboðið en fengu annað að borða en nautalundina eitruðu.

Ýmislegt sem Erin hafði líka haldið fram reyndist vera lygi. Hún hafði sagt að nýlega greint krabbamein hefði orðið til þess að hún blés til matarboðsins en það var fjarri sannleikanum. Þá reyndi hún að leika það að hún hefði einnig orðið fyrir eitrun af völdum sveppanna, sem reyndist ekki rétt.

Christoper Beale, dómari í málinu, var ómyrkur í máli þegar hann tilkynnti hvaða refsingu Erin fengi.

„Fórnarlömb þín voru öll skyldmenni þín í gegnum hjúskap. Enn fremur höfðu þau öll verið góð við þig og börnin þín í mörg ár eins og kom fram í vitnisburði þínum. Þú tókst ekki bara þrjú mannslíf og ollir varanlegum skaða á því fjórða heldur ollir þú ómælanlegum þjáningum fyrir þín eigin börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennarinn sá hvað litli drengurinn var með í skólatöskunni – Hringdi í móður hans

Kennarinn sá hvað litli drengurinn var með í skólatöskunni – Hringdi í móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat
Pressan
Fyrir 1 viku

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 1 viku

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað