fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Pressan

Maður drukknaði í hótelsundlaug á Tenerife

Pressan
Laugardaginn 6. september 2025 16:30

Costa Adeje er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur hótelgestur á Tenerife, nánar tiltekið á Adeje-ströndinni, fékk hjartaáfall í sundlaug hótelsins þar sem hann dvaldist og lét lífið.

Canarian Weekly greinir frá þessu en atvikið átti sér stað á föstudagsmorgun. Öryggisverðir við sundlaugina urðu varir við að maðurinn átti í erfiðleikum í lauginni og drógu hann upp úr vatninu. Hann hafði þá fengið hjartaáfall.

Veittu þeir honum fyrstu hjálp á vettvangi og kölluðu til sjúkralið. Tókst um skeið að koma jafnvægi á líðan mannsins en hann lést þó skömmu síðar á sjúkrahúsi.

Málið er til rannsóknar og hefur ekki verið upplýst að fullu en allt lítur út fyrir að banamein mannsins hafi verið hjartaáfall og drukknun.

Þjóðerni mannsins kemur ekki fram í Canarian Weekly en þar segir að 39 dauðsföll hafi orðið á Kanaríeyjum vegna drukknunar það sem af er ári. Er það nokkur fækkun frá fyrri árum.

Flest atvikin hafa átt sér stað á baðströndum en einnig nokkuð mörg í sundlaugum. Meirihluti hinna látnu eru karlmenn yfir sextugu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“
Pressan
Fyrir 1 viku

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 1 viku

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað
Pressan
Fyrir 1 viku

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 1 viku

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina