Ariean er búsett í Kenai í Alaska en um klukkan fimm að morgni þriðjudagsins 26. ágúst fór hún út að skokka þegar bjarndýr varð á vegi hennar.
Björninn, líklega grábjörn, réðst á hana þegar hún var að koma heim til sín og dró hana um 30 metra inn á lóð hjá nágranna hennar. Björninn beit hana og klóraði og var það nágranni Ariean sem fann hana stórslasaða einhverju síðar.
Ariean var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka á höfði og mun hún þurfa að gangast undir þó nokkrar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Ariean er þriggja barna móðir og eiginkona og hrundu aðstandendur hennar af stað söfnun á vefnum GoFundMe á dögunum.
Söfnunin hefur gengið vonum framar og sem fyrr segir hafa rúmar ellefu milljónir króna safnast. Í lýsingunni á vef GoFundMe kemur fram að þetta hefði getað komið fyrir hvaða íbúa sem er á svæðinu, Ariean hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma.