fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Pressan

11 ára drengur skotinn til bana eftir dyraat – Lögregla varpar frekara ljósi á málið

Pressan
Miðvikudaginn 3. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 42 ára gamli Gonzalo Leon Jr. hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut hinn ellefu ára gamla Julian Guzman til bana í austurhluta Houston á laugardagskvöld.

Málið hefur vakið mikinn óhug en Julian hafði það eitt sér til saka unnið að hafa framkvæmt dyraat á heimili Gonzalo.

Lögregla hefur nú varpað frekara ljósi á málið og segir í frétt CBS News að Julian hafi verið í matarboði með fjölskyldu sinni á laugardagskvöld. Honum og 10 ára frænda hans leiddist og ákváðu þeir að fara út og gera dyraat á nokkrum heimilum.

Í tilkynningu lögreglu segir að frændurnir hafi komið í þrígang að heimili Gonzalo á um fimmtán mínútna tímabili. Áður en þeir komu í þriðja skiptið hafi Gonzalo laumað sér út og beið hann eftir frændunum í garðinum við heimili sitt. Þegar þeir svo komu brást Gonzalo við með því að skjóta að þeim með skammbyssu.

Julian var með upptöku í gangi á símanum sínum og heyrist á henni þegar skotum var hleypt úr byssunni. Frændinn sagði við lögreglu að Julian hafi emjað af sársauka og sagt að hann hefði verið skotinn. Reyndi frændinn að koma Julian á fætur en án árangurs.

Julian var fluttur á sjúkrahús og lést hann daginn eftir af völdum skotsárs í bakið.

Fulltrúi lögreglu segist efast um að Gonzalo geti borið fyrir sig sjálfsvörn, enda hafi verið augljóst hvað hann hafði í huga. Augljóst hafi verið að um börn væri að ræða og drengirnir hefði ekki verið ógnandi á neinn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Fyrir 5 dögum

102 ára setti ótrúlegt met

102 ára setti ótrúlegt met
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk