Í júní árið 1998 fundust líkamsleifar kornabarns á víðavangi í Longview í Texas. Rannsóknarlögreglumönnum þótti líklegt að barnið hefði fæðst heilbrigt en síðan verið barið til bana. Var það niðurstaða að um morð væri að ræða.
Hins vegar tókst aldrei, þrátt fyrir mikla vinnu lögreglu, að bera kennsl á barnið eða foreldra þess. Rannsókn málsins dagaði uppi.
En nýlega var rannsóknin opnuð aftur og beitt þróaðri erfðafræðitækni til að bera kennsl á móður hins löngu látna barns. Hún reyndist vera 47 ára gömul kona, Misty Mitchell.
Hún hefur núna verið handtekin og ákærð fyrir morð. Hefur hún verið í haldi lögreglu síðan 9. september gegn 750.000 dala tryggingu.
Talsmaður lögreglu segir: „Það gleður mig að við höfum getað náð fram réttlæti fyrir þetta nýfædda barn. Þó að það hafi liðið yfir 20 ár þá dregur að ekki úr mikilvægi málsins.“
Ef Misty Mitchell er sek um þenna glæp þá framdi hún hann þegar hún var tvítug að aldri.
Talsmaður réttarfæðilegra rannsókna í málinu segir: „Þetta eru skilaboð um að það er til tækni fyrir þá sem hafa ekki framið glæp en eru kannski að hugsa um að gera það, að þeir ættu kannski ekki að gera það af því munu nást.“
Ennfremur segir talsmaður lögreglunnar: „Lögreglan í Longview leitar réttlætis fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra, engu máli skipti hvað langur tími hefur liðið.“