fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Pressan
Fimmtudaginn 18. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaskoðanir unga mannsins sem er grunaður um að hafa banað áhrifavaldinum Charlie Kirk eru ekki þær sem haldið er fram af stjórnvöldum og fjölmiðlum. Þetta segir sjálfstæði blaðamaðurinn Ken Klippenstein sem segist hafa rætt við það fólk sem meinta skotmanninn, Tyler Robinson, best.

Enginn öfgamaður

Klippenstein segist hafa rætt við félaga Robinson og fengið að skoða stafræn samskipti þeirra. Þar birtist ekki mynd af pólitískum öfgamanni heldur virðist Robinson þvert á móti hafa haft lítinn áhuga á stjórnmálum.

„Trump og félagar hafa útmálað meinta skotmanninn í Utah sem vinstrimann og vinstri vængurinn útmálar hann sem hægrimann,“ skrifar Klippenstein á fréttaveitu sinni og spáir því að lokaniðurstaðan verði sú að að flokka Robinson sem öfgafullan níhílista. Pólitískur níhílisti er sá sem vill eyðileggja allar pólitískar stofnanir samfélagsins án þess að hafa fastmótaðar hugmyndir um hvað eigi að koma í þeirra stað. Níhílistar afneita hvers konar siðalögmálum og merkingu með lífinu. Bandarísk stjórnvöld eru farin að flokka viss voðaverk sem öfgafullan níhílisma til að forðast þann stimpil að öfga-hægrimenn séu ofbeldisfyllri en öfga-vinstrimenn. Kosturinn við þessa flokkun er að mati Klippenstein sú að það er hægt að stimpla alla sem níhílista. Að mati stjórnvalda séu þetta einstaklingar sem eru keyrðir áfram af hatri til samfélagsins eins og það leggur sig og vilja að það liðist í sundur.

Blaðamaðurinn bendir á að hvað sem því líður þá liggi fyrir að skautun milli hægri- og vinstrimanna sé gríðarleg í kjölfar þess að Charlie var virtur. Fólk beggja vegna sé farið að boða stríð.

Félagi Robinson segir við blaðamanninn að það sé pirrandi að fylgjast með umræðunni, sérstaklega vitandi það að Robinson hafði lítinn áhuga á stjórnmálum.

„Það er stóra málið, hann bara talaði í raun aldrei neitt um stjórnmál og þess vegna er þetta svekkjandi.“

Með skoðanir bæði til hægri og vinstri

Klippenstein segir að félagar meinta skotmannsins lýsi honum með öðrum hætti en fjölmiðlar hafa gert. Hann hafi átt stuðningsríka fjölskyldu og verið rólyndismaður sem hafði áhuga á veiðum, útilegum og tölvuleikjum. Hann hafi bæði haft lífsskoðanir sem megi telja til hægri og til vinstri. Til dæmis hafi hann stutt réttindi hinsegin og kynsegin samfélagsins, enda sjálfur tvíkynhneigður og í ástarsambandi við trans konur. Hann hafi þó haldið þessum hluta lífs síns leyndum frá íhaldssamri fjölskyldu sinni. Á sama tíma elskaði hann byssur og var mikill aðdáandi annars viðauka stjórnarskrárinnar sem fjallar um réttindi Bandaríkjamanna til að eiga og bera vopn. Réttindi hinsegin eru gjarnan talin til málefna vinstrimanna en skotvopnaeign til hægrimanna. Engu að síður eru til hægrimenn sem eru hinsegin og vinstrimenn sem elska byssur svo þessar tilteknu skoðanir segja lítið um stjórnmála slagsíðu skotmannsins.

Klippenstein skoðaði nokkur Discord-spjöll sem Robinson tók þátt í og sá að þessir hópar eru skipaðir ólíkum einstaklingum með ólíkar skoðanir sem komu fyrst og fremst saman til að ræða tölvuleiki. Þetta eru ekki öfgavinstri hópar eða herskáir skæruliðar eins og yfirvöld reyna að halda fram.

Robinson hafi haldið kynhneigð sinni og ástarsambandi leyndu frá íhaldssamri fjölskyldu sinni. Mögulega hafi þetta valdið því að þau töldu að afstaða hans til réttinda hinsegin fólks mótaðist af stjórnmálaskoðun fremur en hans eigin veruleika.

„Fyrir okkur var hann bara einfaldur gaur sem elskaði að spila tölvuleiki á borð við Sea of Thieves, Deep Rock Galactic og Helldivers 2, elskaði að veiða og fara í útilegur. Það var svona það sem lífið hans snerist um,“ sagði félaginn.

Klippenstein fann aðeins tvö tilvik í þeim samtölum sem hann skoðaði þar sem Robinson ræddi um Donald Trump Bandaríkjaforseta, eða forvera hans Joe Biden. Bæði tilvikin voru frekar hlutlaus þar sem hann var hreinlega að segja frá því sem var að gerast á þeim tíma. Fyrra tilvikið var frá árinu 2019 en þá vakti Robinson athygli á því að Trump hefði verið ásakaður um embættisbrot. Hitt tilvikið er frá árinu 2020 í forsetakosningunum en þá hafði einn félagi hans spurt hver staðan væri og Robinson svaraði að Trump væri með fleiri atkvæði en Biden með fleiri kjörmenn. Hann tók einnig fram að enn ætti eftir að telja mörg atkvæði og því ótímabært að lýsa yfir sigurvegara.

Vinirnir í sárum

Áður en Robinson gaf sig fram við lögreglu í síðustu viku sendi hann Discord-vinum sínum skilaboð þar sem hann játaði verknaðinn, þakkaði félögunum vinskapinn og bað þá afsökunar.

„Það var meira að segja erfitt að trúa kveðjuskilaboðunum því við héldum að þetta væri einhver furðulegur brandari – svo birtust fréttirnar.“

Hópurinn hafi varla trúað því að þetta væri að gerast því þeim fannst svo galið að Robinson hafi keyrt í 3 klukkutíma til að myrða áhrifavald, snúið aftur heim og svo látið sem ekkert sé.

„Hann var mjög klár en það var erfitt að lesa í hann, hann var með grjóthart pókerandlit og manni fannst maður aldrei geta dregið neinar ályktanir.“

Eftir að Robinson var handtekinn skrifaði einn félaginn í spjallið: „Hey allir, ef þið eruð ekki búnir að lesa fréttirnar þá er færslan frá Tyler hér að ofan sönn. Hann var handtekinn fyrr í dag fyrir morðið á Charlie Kirk“ síðan bað hann alla um að biðja fyrir fjölskyldu Kirk og biðja fyrir iðrun Robinson.

Klippenstein tekur fram að enginn í þessu spjalli sé að fagna voðaverkinu og enginn hafi réttlætt það. Félagar Robinson séu enn að reyna að átta sig á því sem gerðist. Mikið hafi verið fjallað um Discord-spjallið í fjölmiðlum og kallað eftir því að stjórnvöld rannsaki hvort hópurinn væri á vegum Antifa-hreyfingarinnar eða annarra öfgahópa. Klippenstein segir að allar meiningar um slíkt gætu ekki veirð fjarri sannleikanum.

„Það eina sem ég sé er hópur af ungu fólki sem er í áfalli, blöskrar og leitar að skýringum eins og restin af þjóð okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól