fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

Draugaflugvélin frá Angóla – Ein ótrúlegasta ráðgáta flugsögunnar

Pressan
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 03:15

Vél frá American-Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar rætt er um stærstu ráðgátur flugsögunnar þá kemur hvarf flugs MH370, sem hvarf á leið sinni frá Malasíu til Kína árið 2014, óhjákvæmilega upp í hugann. En færri vita kannski af máli sem kom upp í Lúanda, höfuðborg Angóla, árið 2003.

Boeing 727 flugvél, númer N844AA, stóð á Quatro de Fevereiro-flugvellinum í Lúanda þegar tveir menn, í skjóli myrkurs, læddust um borð í vélina.

Án þess að kveikja ljós eða hafa heimild til, þá óku þeir flugvélinni út á flugbrautina og tóku á loft.

Hvorki flugvélin né mennirnir hafa sést síðan þessa nótt.

Málið vakti að vonum mikla athygli og er auðvitað á lista yfir athyglisverðustu og dularfyllstu ráðgátur flugsögunnar.

Gömul vél

Vélin hafði verið í notkun í 25 ár og voru skráðir flugtímar hennar 70.000 klukkustundir. Árið 2000 var hætt að nota vélina í farþegaflugi og henni breytt í fraktvél.

Fyrirtækið Aerospace Sales & Leasing Co. Inc., sem er til húsa í Miami í Bandaríkjunum, hafði að sögn heimildarmanna eignast vélina og var ætlunin að selja hana til annað hvort nígerísks eða angólsk fyrirtækis.

En það dróst á langinn að koma viðskiptunum í gang og vegna deilna á milli fyrirtækjanna, þá stóð flugvélin á flugvellinum í Lúanda í rúmlega eitt ár. Þar safnaði hún bara ryki og skuldum vegna hinna ýmsu skatta og gjalda.

Eignarhaldið á vélinni var eitt stórt lögfræðilegt klúður. Fjöldi vafasamra fyrirtækja og einstaklinga gerði kröfu um eignarhald á vélinni og það var nánast útilokað að slá því föstu hver hefði umráð yfir vélinni eða ætti hana.

Heimildarmenn segja að engin hátíðni talstöð hafi verið í vélinni en það eitt hefði átt að duga til að halda henni á jörðu niðri. Þá lék einnig vafi á því hvort nauðsynleg skjöl, sem staðfestu breytinguna úr farþegavél í fraktvél, væru yfirhöfuð til.

Það má því segja að allt hafi verið til staðar fyrir þá ringulreið sem náði hámarki þennan örlagaríka dag árið 2003.

Maí 2003

Það var síðla dag 25. maí 2003 sem Ben Charles Padilla, bandarískur flugvélaverkfræðingur og flugvirki, fór um borð í vélina. John Mikel Mutantu, bifvélavirki frá Lýðstjórnarlýðveldinu, var líklega með honum. Padilla var með einkaflugmannspróf.

Padilla hafði heimild til að fara um borð í vélina, því hann var starfsmaður fyrirtækisins í Miami, sem var talið eiga vélina. Hlutverk hans var að gera vélina klára fyrir sölu. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að þess vegna hafi hann líklega verið með lykla að henni, kóða og vitneskju um hin ýmsu kerfi vélarinnar.

Ben Charles Padilla

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir að hann hefði ekki réttindi til að fljúga farþegavél af þessari stærð, þá er talið líklegt að honum hafi tekist með blöndu af flugvirkjareynslu og flugmannsþekkingu að koma vélinni á loft en það hefur örugglega hvorki verið einfalt eða öruggt.

Lítið er vitað um John Mikel Mutantu annað en að hann vann oft með Padilla. Af þeim sökum hafa verið uppi vangaveltur um hvort hans þáttur í málinu hafi verið ýktur en mörg vitni telja sig hafa séð tvo menn fara um borð í vélina.

Flugtak án heimildar

Vélin var að sögn með nægt eldsneyti til að geta flogið um 2.400 kílómetra og skömmu fyrir sólsetur gerðist hið ótrúlega. Vélinni var skyndilega ekið í átt að flugbrautinni án þess að nokkur talstöðvasamkipti hefðu átt sér stað við flugturninn.

Sjónarvottar sáu þegar vélinni var ekið að flugbrautinni og síðan var hraði hennar aukin og hún tók á loft í algjöru heimildarleysi.

Slökkt var á staðsetningarbúnaði hennar. Algjörlega ljóslaus hóf vélin sig á loft í ljósaskiptunum og hvarf sporlaust í suðvesturátt út yfir Atlantshafið.

Síðan þetta gerðist hefur enginn séð vélina né mennina tvo.

Kenningarnar

Margar kenningar hafa verið settar fram um hvað varð um vélina og mennina tvo en samt sem áður hafa engin svör fengist hvað þetta varðar.

Meðal helstu kenninganna um málið eru að henni hafi verið stolið til að hægt væri að nota hana við smygl á eiturlyfjum og vopnum. Boeing 727 vélar geta flutt mikinn farm og flogið langar leiðir og henta því vel til slíkrar undirheimastarfsemi. Engar sannanir hafa komið fram um þetta.

Þá hefur því einnig verið haldið fram að um tryggingasvik hafi verið að ræða. Vélin var í slæmu ásigkomulagi og hafði ekki verið flogið í rúmlega eitt ár. Þetta telja sumir geta hafa verið ástæðuna fyrir að eigendur hennar hafi viljað láta stela henni svo þeir gætu fengið greiddar bætur. Þessari kenningu hefur þó verið hafnað því engar sannanir hafa fundist fyrir þessu og eigendur vélarinnar voru mjög samstarfsfúsir við rannsókn málsins.

Því hefur einnig verið haldið fram að vélin hafi verið skotin niður angólska hernum til að koma í veg fyrir að hún yrði notuð við eitthvað ólöglegt. Engar sannanir hafa fundist fyrir þess og ekkert brak hefur fundist.

Vinsælasta kenningin er að vélin hafi hrapað á afskekktu svæði, sem hefur ekki verið kortlagt, annað hvort á landi eða yfir sjó. Lítið eftirlit er á mörgum land- og hafsvæðum í Angóla og því ekki útilokað að vélin hafi einfaldlega ekki enn fundist.

Aðrir telja að vélinni hafi verið flogið til afskekkts flugvallar þar sem hún hafi verið rifin í sundur og seld í varahluti. Engar sannanir hafa fundist fyrir þessu og það hefði verið flókið að gera þetta án þess að vekja athygli.

Fjölskylda Padilla heldur því fram að hann og Mutantu hafi ekki stolið vélinni af fúsum og frjálsum vilja. Þeir hafi verið neyddir til þess. Engar sannanir hafa fundist fyrir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Í gær

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Í gær

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru