Meindýraeyðir fann risavaxna, næstum 60 sm langa rottu inni á heimili í bænum Eston Norður-Yorkshire í Bretlandi. Yfirvöld þar í bæ vara við því að nagdýrið, sem er á stærð við kött, sé ekki einstakt atvik heldur hluti af sífellt verri og óstjórnlegri plágu á svæðinu.
Rottan, sem mældist yfir 50 sm löng frá nefi til hala, fannst þar sem hún kúrði sig á heimilinu að sögn bæjarfulltrúa. Myndir sýna rottuna þar hún lá í plastpoka sem átti að henda.
„Hún er næstum því á stærð við lítinn kött. Og þetta er ekki einsdæmi,“ sögðu bæjarfulltrúarnir í Facebook-færslu sinni síðastliðinn mánudag og sögðu stærð dýrsins vaxandi vandamál.
Nagdýr hafa sést í auknum mæli á svæðinu, þar sem sést til þeirra þjóta um sund, ruslatunnur, gróið land og nú inni í húsum, að sögn yfirvalda á staðnum.
Bæjarfulltrúarnir leggja til að meira fjármagn verði sett í málefnið og samstarf við leigusala til að takast á við pláguna af rottufaraldrinum.
„Sem sveitarstjórnarmenn ykkar skorum við á stjórnsýslu sveitarfélagsins að taka þetta alvarlega, fólkið á vettvangi sem vinnur gríðarlega hörðum höndum en við þurfum samstöðu í bæjarfélaginu. Því lengur sem þetta er hunsað, því verra verður það. Við þurfum aðgerðir ekki bara ráðleggingar.“