fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

FBI-maður nauðgaði þremur konum

Pressan
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 16:30

mynd/FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eduardo Valdivia, 41 árs lögreglumaður hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, var nýlega sakfelldur fyrir að hafa nauðgað þremur konum eftir að hann lokkaði þær inn í húðflúrstofu sína. Hann lofaði þeim ókeypis húðflúrum og samningum sem fyrirsætum.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Valdivia hafi starfrækt húðflúrstofur undir nöfnunum Lalo Brown og El Boogie. Þar hafi hann starfað þegar hann var ekki í vinnunni hjá FBI.

Hann notaði fölsk nöfn og Instagram til að lokka konur inn á DC Fine Line Tattoos með loforðum um ókeypis húðflúr og fyrirsætusamninga. Hann réðst síðan á þær og beitti kynferðislegu ofbeldi og tók ofbeldið upp.

Valdivia, sem er kvæntur þriggja barna faðir og hafði starfað hjá FBI síðan 2011, notaði síðan skáldaða fyrirsætutengiliði til að kúga konurnar til að koma aftur.

Hann sýndi engin svipbrigði þegar hann var sakfelldur fyrir ofbeldið en hann á margra áratuga fangelsisdóm yfir höfði sér.

Hann bar vitni fyrir dómi og hélt því fram að konurnar hefðu sjálfviljugar stundað kynlíf með honum. Hann játaði að hafa falið sönnunargögn þegar hann komst að því að búið var að gefa út handtökuskipun á hendur honum.

Hann sagðist hafa hent smokkapakka og eytt gögnum af fartölvu sinni og minniskorti því þar hafi verið myndir af honum að stunda kynlíf með konunum.

Hann sagðist aldrei hafa upplýst yfirmenn sína um að hann ætti húðflúrstofurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál