fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 10:30

Þau hugsa greinilega um heilsuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsóknar sýna að fólk hreyfir sig meira ef það er með skrefateljara. Það er því töluverður ávinningur af því að nota þar til gert app í farsímanum eða fá sér úr með skrefateljara.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu British Medical Journal. Hún byggðist á yfirferð a 121 rannsókn víða að úr heiminum. Í þessum rannsóknum var rannsakað hvort tengsl væru á milli notkunar skrefateljara og hversu mikið fólk gengur yfir daginn.

Niðurstaðan er að þeir sem geta fylgst með skrefafjölda sínum yfir daginn ganga að meðaltali 1.235 skrefum meira en hinir. Auk þess stunda þeir erfiða eða hæfilega mikla áreynslu 49 mínútum lengur að meðaltali í viku hverri.

Í rannsóknunum var ekki rannsakað hvort þátttakendurnir hefðu í raun skoðað skrefateljarana sína. Annar hópurinn hafði tækifæri til þess en hinn ekki en fólkið í þeim hópi fékk innsiglaðan skrefateljara eða skjálausan skrefateljara til að koma í veg fyrir að það gæti séð hver skrefafjöldinn var yfir daginn.

Það má því leiða líkum að því að það hvetji fólk til dáða ef það fær upplýsingar um frammistöðu sína og því gagnast skrefateljarar vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Fyrir 2 dögum

102 ára setti ótrúlegt met

102 ára setti ótrúlegt met
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér