Rannsóknin var birt í vísindaritinu British Medical Journal. Hún byggðist á yfirferð a 121 rannsókn víða að úr heiminum. Í þessum rannsóknum var rannsakað hvort tengsl væru á milli notkunar skrefateljara og hversu mikið fólk gengur yfir daginn.
Niðurstaðan er að þeir sem geta fylgst með skrefafjölda sínum yfir daginn ganga að meðaltali 1.235 skrefum meira en hinir. Auk þess stunda þeir erfiða eða hæfilega mikla áreynslu 49 mínútum lengur að meðaltali í viku hverri.
Í rannsóknunum var ekki rannsakað hvort þátttakendurnir hefðu í raun skoðað skrefateljarana sína. Annar hópurinn hafði tækifæri til þess en hinn ekki en fólkið í þeim hópi fékk innsiglaðan skrefateljara eða skjálausan skrefateljara til að koma í veg fyrir að það gæti séð hver skrefafjöldinn var yfir daginn.
Það má því leiða líkum að því að það hvetji fólk til dáða ef það fær upplýsingar um frammistöðu sína og því gagnast skrefateljarar vel.