Þetta er niðurstaða nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Nature Scientific Reports. Í henni eru settar fram tölur um hversu marga rekkjunauta fólk má hafa átt til að fá mörg stig á „kærustu(a)-mælinum“.
Þú getur strax kastað gömlu fordómunum um að konur séu dæmdar harðar en menn fyrir að hafa lifað virku kynlífi eða að karlar líti sjálfkrafa upp til karla sem hafa stundað kynlíf með mörgum konum.
Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að munurinn á milli kynjanna sé smávægilegur þegar kemur að því hvað okkur finnst vænlegt á þessu sviði.
Andrew Thomas, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það veki athygli hversu líka tilhneigingu fólk hafi í þessu efnum – „Að hafa átt marga rekkjunauta er talið gera fólk síður vænlegra en ef það hefur átt færri,“ sagði hann.
Og það eru ákveðnar tölur sem marka skilin á milli þess að vera talin(n) vænlegur maki eða ekki. Vísindamennirnir segja að hámarkinu sé náð ef rekkjunautarnir eru á bilinu einn til fjórir. Ef þú hefur aldrei stundað kynlíf eða fjöldi rekkjunautanna er sex eða sjö, þá er niðurstaðan hin sama – hvorki ofurgóð né algjör hörmung.
En ef fjöldi rekkjunauta er mikill, þá þykir fólk síður vænlegt í þessum efnum og þeim mun lengri sem listinn er, þeim mun minni áhuga hafa aðrir á viðkomandi. Að minnsta kosti ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar.