Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Dansk BørneAstma Center á Gentofte sjúkrahúsinu.
Rannsóknin byggir á gögnum um rúmlega 1.000 dönsk börn. Rannsakað var hver tengsl skjátíma og hjarta- og efnaskiptaheilbrigðis en það nær yfir margt tengt starfsemi líkamans, til dæmis blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. Allt getur þetta sýnt snemmbúin merki um meðal annars sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdóma.
David Horner, læknir og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við TV2 að hver einasta klukkustund, sem börn og ungmenni eyða við skjáinn, auki hættuna á sjúkdómum smávegis.
„Þrátt fyrir að líkurnar fyrir hverja klukkustund virðist litlar, þá skipta þær máli þegar horft er á heildarskjátímann hjá mörgum börnum og ungmennum daglega,“ sagði hún.