fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 14:30

Sylvia Bloom.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 67 ár starfaði Sylvia Bloom sem ritari hjá sömu lögmannsstofunni í New York. Það var árið 1947 sem hún hóf störf hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton lögmannsstofunni á Wall Street. Hún var einn fyrsti starfsmaður lögmannsstofunnar. Bloom fór á eftirlaun 2014 þegar hún var 96 ára og lést árið 2016. En í öll þessi ár sagði hún engum frá ótrúlegu leyndarmáli sínu.

Samkvæmt frétt The New York Times gerði Bloom gott betur en að verða sér úti um ritaralaun á starfsferli sínum. Segja má að hún hafi átt fyrir salti í grautinn og gott betur en það. Ekki komst upp um leyndarmál hennar fyrr en að henni látinni.

Þegar bú hennar var gert upp kom í ljós að hún lét eftir sig rúmlega 9 milljónir dollara en það svarar til rúmlega 1,1 milljarðs íslenskra króna. Hún arfleiddi fjölskyldu og vini að töluverðum fjárhæðum en um 6 milljónir dollara lét hún renna til góðgerðarstofnunarinnar The Henry Street Settlement en þetta er stærsta peningagjöf sem stofnunin hefur fengið í þau 125 ár sem hún hefur verið starfrækt. Stofnunin aðstoðar þá sem minna mega sín við nám.

En leyndardómurinn á bak við þennan mikla auð Bloom var að þegar hún hóf störf sem ritari þá sá hún um nánast allt sem þurfti að gera fyrir eigendur lögmannsstofunnar. Þar á meðal fjárfestingar þeirra. Þeir ákváðu hvaða hlutabréf þeir vildu kaupa og létu Bloom sjá um kaupin. Hún gerði eins og þeir og fjárfesti í sömu hlutabréfum en þó fyrir lægri upphæðir enda á lágum ritaralaunum. Þetta vatt upp á sig og á endanum var hún í viðskiptum við 11 banka og 3 hlutabréfasjóði.

Bloom var barnlaus og eiginmaður hennar, Raymond Margolies, lést 2002. The New York Times segir að mjög líklega hafi Margolies aldrei fengið að vita um þetta „hliðarstarf“ eiginkonunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangi á dauðadeild tekinn af lífi 33 árum eftir skelfilegan glæp

Fangi á dauðadeild tekinn af lífi 33 árum eftir skelfilegan glæp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila