Þegar kennara hans varð litið ofan í skólatöskuna hans sá hún svolítið óvenjulegt í henni og hringdi í framhaldinu í Hobson til að láta hana vita.
Erindið var þó ekki alvarlegt, heldur frekar spaugilegt því á leið í skólann hafði drengurinn fundið dauðan íkorna og sett ofan í skólatöskuna. Þegar kennarinn sá þetta spurði hún drenginn af hverju hann væri með dauðan íkorna í töskunni. Svarið var svo frábært að henni fannst hún verða að láta Hobson vita. „Mig langar svo rosalega í íkornaraviólí í kvöldmat,“ sagði drengurinn.
Hobson fannst þetta bráðfyndið og sagði frá þessu á Facebook. Þar sagði hún að hún hafi sagt kennaranum að þrátt fyrir að fjölskyldan væri utan af landi þá væru þau ekki frá þeim stað þar sem fólk borðar pasta með íkornakjöti.
„Hún sagði að hann væri svo friðsæll að sjá í skólatöskunni og sendi mér þessa mynd,“ skrifaði hún og birti myndina.