fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 18:30

Geimfarar gætu þurft að borða eigin hægðir í löngum geimferðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki svo langt í að mönnuð geimför verði send til Mars. Það er mikið og flókið verkefni því flugið þangað tekur marga mánuði og það þarf að skipuleggja vel hvað verður tekið með.

Vísindamenn segja að hugsanlega verði geimfarar í langferðum að borða eigin saur. Hann verður þó fyrst endurunninn svo hann verði neysluhæfur. Verið er að reyna að þróa aðferðir til að endurvinna saurinn. Ef það tekst verður hægt að spara verðmætt pláss í geimförum framtíðarinnar.

Daily Star segir að vísindamönnum hafi tekist að brjóta úrgangsvökva og úrgang í föstu formi hratt niður til að framleiða mat.

Í rannsókn, sem var birt í Life Sciences in Space Research, er fjallað um þær áskoranir, sem tengjast löngum geimferðum, sem við munum standa frammi fyrir þegar farið verður til Mars eða jafnvel enn lengra frá jörðinni.

Ef matur er tekinn með, þá mun hann taka dýrmætt pláss í geimförunum og þyngja þau og þannig auka eldsneytisnotkunina. Hefðbundnar ræktunaraðferðir myndu krefjast pláss og þarfnast dýrmætrar orku og vatns.

Geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni endurvinna þvag sitt og gera drykkjarvatn úr því. Næsta skref er því að fullkomna aðferðir við að endurvinna saur og gera hann neysluhæfan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér