CHIP segir að eftir því sem flugfreyja ein segir, þá sé stuttermabolur langt frá því að vera besti kosturinn fyrir flugferð. Ástæðan er ekki bara að loftið í farþegarýminu er oft svalt, þetta snýst einnig um öryggi.
Ef svo ólíklega vill til að flugmennirnir þurfi að nauðlenda og farþegarnir að yfirgefa vélina um neyðarútganga geta óhuldir handleggir orðið vandamál.
Ástæðan er að þegar fólk rennir sér niður rennibrautirnar, frá neyðarútgöngunum, myndast núningur og húð getur skrapast af handleggjunum og brunasár geta myndast.
Þess vegna er best að vera í langerma flík og síðbuxum, helst úr mjúku efni sem andar, til dæmis bómull. Þetta veitir vernd gegn hitasveiflum og hugsanlegum áverkum þegar flugvélin er yfirgefin.
Svo má ekki gleyma skófatnaðinum. Sandalar veita litla vernd og gera fólki erfiðara fyrir við að hreyfa sig hratt ef neyðarástand skapast. Lokaðir skór með traustum sóla eru miklu praktískari og öruggari lausn.