fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna á ekki að vera í stuttermabol þegar ferðast er með flugvél

Pressan
Laugardaginn 30. ágúst 2025 18:30

Hér eru nú einhverjir í stuttermabol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið freistandi að vera léttklæddur á heitum sumardegi þegar flugferð er fram undan. En þegar þú sest í sætið þitt í vélinni, þá getur klæðnaður þinn skipt meira máli en þú heldur.

CHIP segir að eftir því sem flugfreyja ein segir, þá sé stuttermabolur langt frá því að vera besti kosturinn fyrir flugferð. Ástæðan er ekki bara að loftið í farþegarýminu er oft svalt, þetta snýst einnig um öryggi.

Ef svo ólíklega vill til að flugmennirnir þurfi að nauðlenda og farþegarnir að yfirgefa vélina um neyðarútganga geta óhuldir handleggir orðið vandamál.

Ástæðan er að þegar fólk rennir sér niður rennibrautirnar, frá neyðarútgöngunum, myndast núningur og húð getur skrapast af handleggjunum og brunasár geta myndast.

Þess vegna er best að vera í langerma flík og síðbuxum, helst úr mjúku efni sem andar, til dæmis bómull. Þetta veitir vernd gegn hitasveiflum og hugsanlegum áverkum þegar flugvélin er yfirgefin.

Svo má ekki gleyma skófatnaðinum. Sandalar veita litla vernd og gera fólki erfiðara fyrir við að hreyfa sig hratt ef neyðarástand skapast. Lokaðir skór með traustum sóla eru miklu praktískari og öruggari lausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu