fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Pressan
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er djúpt í mannlegu eðli okkar að telja að ekkert taki okkur sjálfum fram og að nútímatækni geti ekki gert betur en við. Nærtækt dæmi er uppþvottavélin en hún kom fram á sjónarsviðið um miðja nítjándu öld. En nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, þvo mörg okkar enn diska og glös upp í höndum eða skolum af þeim og skrúbbum jafnvel lítillega áður en sett er í vélina.

En þetta eigum við ekki að gera. Uppþvottavélar nútímans eru hraðvirkari og þrífa betur en við getum gert sjálf. Þess utan er umhverfisvænna að nota þær en að vaska upp í höndum. Það er því eiginlega bara kominn tími til að láta vélarnar alfarið um uppvaskið.

Í umfjöllun Science Alert um málið kemur fram að enn sé sú mýta lífsseig að það skili hreinna leirtaui og sé betra fyrir umhverfið að þvo upp í höndum, sérstaklega ef ekki er notað meira en ein vaskfylli af vatni í hvert sinn. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að svo er ekki lengur. Uppþvottavélar noti lítið rafmagn og vatn. Fram kemur að ef vaska á sama magn og kemst í hefðbundna uppþvottavél upp í höndum án þess að nota meira vatn megi vatn ekki renna í meira en tvær mínútur úr krananum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?