Margir hugsa eflaust með sér að „svona höfum við alltaf gert þetta“ en ef svo er, þá hefur mjólkin alltaf verið sett á rangan stað í ísskápnum.
Þetta sagði Theresa Keane, sérfræðingur í fæðuöryggi, í samtali við Metro.
Hún ráðleggur fólki að setja mjólkina frekar í hillurnar, sem eru ekki í hurðinni, og skiptir þá engu hvort þær eru standandi eða liggjandi þar. Með því lengist endingartími mjólkurinnar.
„Þetta á sérstaklega við ef ísskápurinn þinn er ekki nægilega kaldur. Fylgstu alltaf með hvort mjólkin er köld viðkomu eða þegar hún er drukkin. Mjólkurfernan á að vera of köld til að hægt sé að halda á henni. Keyptu líka bara það magn mjólkur sem þú mun nota innan frekar skamms tíma. Keyptu lítið í einu og oft,“ sagði hún