fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær

Pressan
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 20:00

April Tinsley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 1988 var April Tinsley, 8 ára, nauðgað og myrt í Indiana í Bandaríkjunum. Lögreglan komst ekkert áfram við rannsókn málsins. Það var ekki til að draga úr vonbrigðum lögreglumanna að morðingi April litlu gerði sér að leik að stríða þeim með ýmsum hætti. Þetta gerði að verkum að lögreglumennirnir urðu enn staðráðnari í að hafa uppi á honum og það tókst 30 árum síðar.

April var numin á brott á föstudaginn langa 1988 þegar hún var á gangi nærri heimili sínu í Fort Wayne. Henni var síðan nauðgað og myrt. Lík hennar fannst þremur dögum síðar á afskekktu svæði um 30 km frá heimili hennar.

Lögreglan hóf þegar umfangsmikla rannsókn en varð ekkert ágengt. Það var síðan tveimur árum síðar sem  morðinginn dularfulli sendi lögreglunni skilaboð þar sem hann játaði ódæðisverkið á sig, hann krotaði skilaboðin á hlöðudyr ekki fjarri staðnum þar sem líkið fannst:

„Ég myrti 8 ára April Marie Tisley ég mun myrða á nýjan leik. (sic)“

 

Skilaboðin á hlöðudyrunum.

14 árum síðar fundust fjögur álíka skilaboð á og við nokkur heimili í Fort Wayne, meðal annars á reiðhjólum ungra stúlkna.

„Hæ elskan ég hef fylgst með þér ég er sami aðilinn og rændi og Nauðgaði og myrti Aproil Tinsely þú ert næsta fórnarlamb mitt.(sic)“

Þessi skilaboð fundust í pokum með notuðum smokkum eða ljósmyndum af líkama morðingjans að sögn FBI. DNA, sem fannst í smokkunum, passaði við fyrri lífssýni sem hafði verið aflað við rannsókn morðsins á April.

En síðan hætti morðinginn að láta heyra frá sér. FBI kom að rannsókn málsins 2009 og sagði þá að það væri mjög líklegt að hægt væri að leysa það en samt liðu níu ár þar til morðinginn var handtekinn.

Það var ný tækni í erfðafræði og rannsóknum á DNA sem varð til þess að lögreglan hafði uppi á John D. Miller, 59 ára, árið 2018 og handtók grunaðan um að hafa nauðgað og myrt April litlu.

John D Miller

CNN hafði eftir móður April, Janet Tinsley, að hún hafi eiginlega verið orðlaus og hafi ekki trúað að þessi dagur myndi renna upp, hún hafi óttast að morðinginn myndi aldrei nást.

Lögreglan náði að tengja Miller við morðið með því að nota DNA, sem fannst á líkinu, og skilaboðunum, sem hann sendi lögreglunni, til að leita í gagnagrunnum yfir erfðaefni. Þetta vísaði lögreglunni á tvo menn, Miller og bróðir hans, sem hugsanlega morðingja.

Lögreglumenn tóku notaða smokka úr sorptunnu Miller og fannst erfðaefni hans í þeim og passaði það við erfðefnið sem fannst á líki April.

Miller játaði að hafa nauðgað og myrt April þegar hann var tekinn til yfirheyrslu.

Hann var dæmdur í 80 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf