Mörg hótel hafa því tekið upp á því að neita börnum um gistingu og eru hrein og klár „fullorðinshótel“.
Nú finnst sumum frönskum stjórnmálamönnum nóg komið og telja rétt að banna hótelum að neita börnum um gistingu því með því sé verið að koma fram við börn eins „vandræðagemsa“.
The Guardian hefur eftir Laurence Rossignol, fyrrum ráðherra fjölskyldumála í Frakklandi að það sé ekki hægt að skipuleggja samfélagið þannig að börnum sé haldið aðskildum frá fullorðnum á svipaðan hátt og sum staðar er bannað að koma með hunda. Hún hefur nú undirbúið lagafrumvarp sem kveður á um að bannað verði að banna börnum aðgang því það sé aldursmismunum.
Hún sagði að þessi barnlausu svæði, jafnist á við að „skipuleggja samfélagið í kringum óþol fólks gagnvart öðrum“. „Þeir leyfa fólki að segja: „Mér líkar ekki við börn og ég vil ekki sjá þau.“ Það er ekki ásættanlegt því það að líka ekki við börn er að líka ekki við mannkynið.“