Viku áður var hann líklega bitinn af eitraðri könguló sem hann hafði keypt á netinu nokkrum vikum áður.
Barnsmóðir hans, Kayleigh Gill, sagði í samtali við Liverpool Echo að Kirby hafi liðið illa en hafi samt sem áður farið með í fjölskylduferð til Skotlands.
Vikuna á eftir fékk hann flensulík sjúkdómseinkenni með beinverkjum og hita. Á laugardagseftirmiðdegi hringdi hann í systur barnsmóður sinnar, sem býr rétt hjá heimili hans, og sagðist eiga erfitt með andardrátt. Hún hringdi strax í neyðarlínuna og flýtti sér síðan heim til hans.
Þegar hún kom heim til hans hafði hann misst meðvitund. Viðbragðsaðilar hófu strax endurlífgun en hún bar ekki árangur.
Kayleigh sagði að Mark hafi keypt sér fimm köngulær nokkrum vikum áður en hann lést. Hann var mikið með þær að sögn Kayleigh.
Lík hans hefur verið krufið en niðurstaða krufningarinnar liggur ekki fyrir.
Ekki hefur komið fram hvernig könguló beit hann.