fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 07:30

Þessi er nú engin fegurðardís. Mynd:Miami Zoo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mánaðarins lést breski fjölskyldufaðirinn Mark Anthony Kirby, sem var 38 ára, á heimili sínu í Prescot, sem er nærri Liverpool.

Viku áður var hann líklega bitinn af eitraðri könguló sem hann hafði keypt á netinu nokkrum vikum áður.

Barnsmóðir hans, Kayleigh Gill, sagði í samtali við Liverpool Echo að Kirby hafi liðið illa en hafi samt sem áður farið með í fjölskylduferð til Skotlands.

Vikuna á eftir fékk hann flensulík sjúkdómseinkenni með beinverkjum og hita. Á laugardagseftirmiðdegi hringdi hann í systur barnsmóður sinnar, sem býr rétt hjá heimili hans, og sagðist eiga erfitt með andardrátt. Hún hringdi strax í neyðarlínuna og flýtti sér síðan heim til hans.

Þegar hún kom heim til hans hafði hann misst meðvitund. Viðbragðsaðilar hófu strax endurlífgun en hún bar ekki árangur.

Kayleigh sagði að Mark hafi keypt sér fimm köngulær nokkrum vikum áður en hann lést. Hann var mikið með þær að sögn Kayleigh.

Lík hans hefur verið krufið en niðurstaða krufningarinnar liggur ekki fyrir.

Ekki hefur komið fram hvernig könguló beit hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis