Með bókinni fylgdi bréf þar sem stóð að „amma getur ekki lengur borgað fyrir hana“.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bókasafninu sem segir að það hafi hætt að beita sektum fyrir fjórum árum. En ef svo hefði ekki verið og farið hefði verið eftir því sem stendur í bókinni, á innanverðri kápunni stendur að sektin sé þrjú sent á dag, hefði sektin verið 900 dollarar ef ekki er tekið tillit til verðbólgunnar.
En ef verðbólgan er tekin með í reikninginn væri sektin um 16.000 dollarar að sögn AP-fréttastofunnar.