„Hann liggur undarlega,“ heyrðist rödd segja og síðan rofnaði útsendingin skyndilega að sögn Le Parisien.
Þá virðast aðrir, sem voru í herberginu með Graven, hafa áttað sig á að eitthvað mikið var að, Graven var dáinn.
Þetta gerðist á mánudaginn í litlu leiguherbergi í Contes, sem er nærri Nice, og allt var þetta í beinni útsendingu.
Graven tók þátt í enn einni beinu útsendingunni á vefsíðu Kick en útsendingin hafði staðið yfir í rúmlega 298 klukkustundir þegar Graven lést að sögn Le Monde.
Mörg þúsund manns fylgdu Graven á samfélagsmiðlum en þar var hann þekktur undir nafninu Jean Pormanove. Hann tók oft þátt í gerð ofbeldisfullra myndbanda þar sem hann var venjulega miðpunkturinn og fórnarlamb margvíslegs ofbeldis og niðurlæginga.
Lögreglan veit ekki enn hvað varð Graven að bana og bíður niðurstöður krufningar. Saksóknari sagði í gær að eins og staðan er núna, hafi ekkert komið fram sem bendi til að andlátið hafi borið að með grunsamlegum hætti.