Yfirvöld í ríkinu styðjast við Sharíalög og ætla framvegis að beita bænaskrópara hörðum refsingum í anda Sharíalaga.
Talsmaður yfirvalda sagði að meira að segja fyrsta brot verði refsivert. Áður var það fyrst við þriðja brot sem menn áttu refsingu yfir höfði sér.
Auglýsingaherferð verður gangsett í moskum til að minna menn á skyldu þeirra að mæta til föstudagsbæna.
Tvöfalt lagakerfi er við lýði í Malasíu. Sharíalög ná yfir persónuleg málefni sem og fjölskyldumálefni múslima, við hlið almennra laga. Innfæddir Malasíubúar, sem eru allir taldir múslimar samkvæmt lögum, eru um tveir þriðju hlutar þessara 33 milljóna manna þjóðar. Stórir kínverskir og indverskir minnihluta búa einnig í landinu.