fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Pressan
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 06:30

Samkoma í mosku einni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múslímskir karlmenn í Terengganu ríki í Indónesíu verða framvegis að passa sig á að missa ekki af föstudagsbænum því þeir eiga allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér eða háa sekt, eða hvoru tveggja, ef þeir mæta ekki til bænahaldsins. Eina undantekningin er ef þeir eru með mjög góða afsökun.

Yfirvöld í ríkinu styðjast við Sharíalög og ætla framvegis að beita bænaskrópara hörðum refsingum í anda Sharíalaga.

Talsmaður yfirvalda sagði að meira að segja fyrsta brot verði refsivert. Áður var það fyrst við þriðja brot sem menn áttu refsingu yfir höfði sér.

Auglýsingaherferð verður gangsett í moskum til að minna menn á skyldu þeirra að mæta til föstudagsbæna.

Tvöfalt lagakerfi er við lýði í Malasíu. Sharíalög ná yfir persónuleg málefni sem og fjölskyldumálefni múslima, við hlið almennra laga. Innfæddir Malasíubúar, sem eru allir taldir múslimar samkvæmt lögum,  eru um tveir þriðju hlutar þessara 33 milljóna manna þjóðar. Stórir kínverskir og indverskir minnihluta búa einnig í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann