Sky News skýrir frá þessu og segir að ísraelski herinn muni grípa til aðgerða á svæðum í Gasaborg, þar sem hann hefur ekki enn gert árásir og talið er að hryðjuverkasamtökin Hamas séu enn virk.
Gasaborg er sterkasta vígi Hamas, bæði pólitískt og hernaðarlega séð, og segja ísraelskir embættismenn að herinn muni aðallega beina sjónum sínum að hinu flókna neti ganga sem Hamasliðar hafa gert undir borginni.
Þrátt fyrir að Ísraelsmenn hafi drepið stóran hluta af forystu Hamas, þá eru sumir hlutar hryðjuverkasamtakanna enn starfhæfir og vinna við að endurskipuleggja sig og gera árásir á Ísrael.