fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Pressan
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 07:30

Frá Gasa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski herinn mun á næstunni kalla 60.000 hermenn úr varaliði hersins til starfa vegna nýrrar sóknar á Gasa. Yfirstjórn hersins segir að varnarmálaráðherrann hafi samþykkt áætlun um að hefja nýjar aðgerðir á sumum af þéttbýlustu svæðunum á Gasa.

Sky News skýrir frá þessu og segir að ísraelski herinn muni grípa til aðgerða á svæðum í Gasaborg, þar sem hann hefur ekki enn gert árásir og talið er að hryðjuverkasamtökin Hamas séu enn virk.

Gasaborg er sterkasta vígi Hamas, bæði pólitískt og hernaðarlega séð, og segja ísraelskir embættismenn að herinn muni aðallega beina sjónum sínum að hinu flókna neti ganga sem Hamasliðar hafa gert undir borginni.

Þrátt fyrir að Ísraelsmenn hafi drepið stóran hluta af forystu Hamas, þá eru sumir hlutar hryðjuverkasamtakanna enn starfhæfir og vinna við að endurskipuleggja sig og gera árásir á Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann