Hulllive segir að þegar hljómsveitin spilaði í Hull á mánudaginn hafi söngvari hennar, Chris Martin, rætt um atvikið.
„Við höfum gert þetta lengi en það var ekki fyrr en nýlega sem þetta varð . . . já,“ sagði hann og bætti við: „Svo já, lífið færir manni sítrónur og maður neyðist til að búa til límonaði. Við höldum þessu áfram svo við getum hitt sum ykkar.“
Hljómsveitin er því ekki á þeim buxunum að hætta að nota kossamyndavélina þrátt fyrir hneykslið í júlí.