CNN segir að norðanmenn séu þessu nú ekki alveg sammála því Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un einræðisherra, hafi sagt fyrir helgi að Norður-Kórea ætli ekki að fjarlægja hátalarana sín megin. Hún tók einnig fram að einræðisstjórnin hafi ekki í hyggju að hefja samningaviðræður við Bandaríkin og Suður-Kóreu.
Fyrr í vikunni sagði Lee Jae Myung, forseti Suður-Kóreu, að hann vonist til að löndin geti smám saman hafið viðræður á nýjan leik.