fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Fékk áfall þegar hún sá hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni – Myndband

Pressan
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Lee-Ann Sullivan segir að hún hafi grátið, hlegið og orðið reið eftir að hún komst að því hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni dag einn í september í fyrra.

Forsaga málsins er sú að húsleit var gerð heima hjá Lee-Ann og eiginmanni hennar, Grant, umræddan dag í Hertfordshire á Englandi.

Var Lee-Ann handtekin og flutt á lögreglustöð en á sama tíma voru lögreglumenn staddir á heimili hjónanna þar sem þeir framkvæmdu húsleit. Lee-Ann var síðar sleppt úr haldi án þess að kæra væri lögð fram gegn henni.

Í herbergi hjónanna er Ring-myndavél og á upptöku úr henni sést þegar lögregluþjónninn Marcin Zielinski teygir sig í nærbuxur sem eru ofan í skúffu og stingur þeim í vasann. Nærbuxurnar voru í eigu Lee-Ann. Á mánudag var Marcin dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna málsins.

Í viðtali við Daily Mail segir Lee-Ann að dómurinn hafi fært henni ákveðna hugarró en hún vantreysti lögreglu samt sem áður mikið eftir atvikið.

„Ég held ég hafi grátið, hlegið og orðið reið á þessu ári sem liðið er,” segir hún. „Mér finnst ég berskjölduð, ég er hrædd og hálf óglatt yfir þessu öllu saman. Ég hugsa stöðugt: Hvers vegna tók hann þær? Hvað ætlaði hann að gera við þær? Hefur hann gert þetta annars staðar?“

Bætir hún við að eftir að atvikið kom upp hafi hún hent öllum nærbuxunum sínum og meira að segja losað sig við kommóðuna sem hún geymdi þær í.

Lögregluþjónninn sem um ræðir sagði upp störfum í nóvember í fyrra þegar mál hans var til rannsóknar. Genna Telfer, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hertfordshire, segir að Marcin hafi bæði brugðist almenningi og fyrrverandi samstarfsfélögum sínum með gjörðum sínum.

„Þetta glæpsamlega háttalag hans skaðar orðspor lögreglu og felur í sér svik gagnvart þeim gildum sem lögreglan stendur fyrir,“ segir Genna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök