fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 21:30

Kingsmeadskólinn. Mynd:GoogleStreetView

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgia Lowe, 27 ára, hefur verið svipt kennsluréttindum ævilangt fyrir að senda myndir af sér, á nærfötunum einum saman, til 15 ára nemanda. Hún var þá kennari við Kingsmead skólann í Hednesford í Staffordshire á Englandi. Það var móðir piltsins sem komst að myndasendingunum og gerði skólayfirvöldum viðvart.

Þegar yfirvöld rannsökuðu málið kom í ljós að samband Lowe og piltsins hófst 2021, nokkrum mánuðum eftir að Lowe hóf störf í skólanum. Samband þeirra var þó eingöngu í formi skilaboðasendinga, oft með ansi djörfum texta.

Þegar upp komst um þessar skilaboðasendingar í október var hún rekin úr starfi. En hún setti sig aftur í samband við piltinn og sendi honum myndir af sér á nærfötunum einum saman.

Auk þess að missa kennsluréttindin að eilífu var hún dæmd í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skilaboðasendingarnar. Hún þarf einnig að sækja endurhæfingarnámskeið í 20 daga og vinna 120 klukkustundir í þegnskylduvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum