fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

MAGA-liðar froðufella eftir yfirlýsingu stjórnvalda um Epstein-skjölin – „ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA“

Pressan
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alríkislögreglan FBI hafa gefið það út að ekkert bendi til þess að kynferðisbrota- og athafnamaðurinn Jeffrey Epstein hafi fjárkúgað valdamikla aðila, haldið sérstakan lista yfir skjólstæðinga eða verið ráðinn af dögum. Enginn vafi leiki á að Epstein hafi svipt sig lífi í fangelsi árið 2019.

Þessi yfirlýsing hefur heldur betur valdið fjaðrafoki í samfélögum samsæriskenninga, enda voru menn þar á bæ sannfærðir um að marga þekkta og valdamikla einstaklinga væri að finna á þessum meinta skjólstæðingalista og að þess vegna hafi Epstein verið ráðinn af dögum áður en hann gat gefið skýrslu fyrir dómstólum.

Yfirmaður FBI, Kash Patel, var áður meðal þeirra sem efuðust um að Epstein hefði framið sjálfsvíg, en nú virðist Patel hafa skipt um skoðnun. Eins hafði ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Pam Bondi, haldið því fram fljótlega eftir að hún tók við embætti að hún hefði séð þennan alræmda lista. Bondi sagði í viðtali við Fox fréttastofuna í febrúar:

„Hann er á skrifborðinu mínu til yfirlestrar einmitt núna,“ og bætti Bondi svo við að Donald Trump forseti vildi að listinn yrði birtur opinberlega og að hún væri að meta hvort forsendur væru fyrir því.

Eins hélt Bondi því fram að til væru tugþúsunda myndskeiða með Epstein þar sem barnaníð kæmi við sögu. Þolendur næmu hundruðum. Þetta sagði Bondi síðast í maí, en mánuði síðar mætti Patel í hlaðvarp til Joe Rogan þar sem hann segði engar sannanir vera fyrir því að glæpir hefðu átt sér stað á einkaeyju Epsteins.

„Innihaldið er sjúkt. Tvö hundruð þolendur, 200. Í raun rúmlega 250,“ sagði Bondi í febrúar.

Margir hörðustu stuðningsmenn Trump, MAGA-liðara, hafa kallað eftir því að Epstein-skjölin verði birt í heild sinni, þá einkum þessi meinti listi. Þessir aðilar eru nú vægast sagt ráðvilltir og reiðir.

„Var hún [Bondi] að ljúga þá eða er hún að ljúga núna? Við eigum skilið svör,“ skrifar íhaldsaðgerðarsinninn Roby Starbuck á X. Leikarinn Russel Brand er líka tortrygginn: „Okkur var lofað skjólstæðingalista Epstein og farþegalistum [einkaþotu Epstein] – nú er okkur sagt að þetta sé ekki til. Átti MAGA ekki að vera skjaldborg gegn nákvæmlega þessari gerð af skjaldborg djúpríkisins?“

Sjónvarpsmaðurinn Jesse Watters, segir að fyrrum leyniþjónustumaður haldi því fram að djúpríkið hafi líklega eytt Epstein-skjölunum.

 

Þekkti samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones sakar dómsmálaráðuneytið um að hylmingu.

„Dómsmálaráðuneytið er að hylma fyrir CIA og Mossad. ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA. Næst mun ráðuneytið segja: Sko, í reynd var Jeffrey Epstein aldrei til. Þetta er ógeðfellt.“

MAGA-liðinn Philip Anderson, sem var áberandi í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið í janúar 2021, er tortrygginn og segir Trump hafa svikið stuðningsmenn sína. „Donald Trump, arfleifð þín er við það að verða sú að vernda barnaníðinga og vera jafnvel af sumum talinn slíkur sjálfur. Þú ert að niðurlægja alla sem kusu þig með því að stöðva birtingu Epstein-skjalanna eftir að hafa lofað handtökum og öllum gögnum“

Fleiri MAGA-liðum er gróflega misboðið og saka stjórnvöld um hylmingu og lygar. Þingmaður Repúblikana, Eric Burlison, segir að ráðuneytið geti ekki bara birt yfirlýsingu sem þessa og sagt málinu lokið. „Algjört gagnsæi er ekki valkvætt og þetta dugar ekki.“

Og að sjálfsögðu eru fleiri samsæriskenningar farnar á flug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“