fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 07:30

Louisa Dunn. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

92 ára breskur karlmaður, Ryland Headley, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt 75 ára konu árið 1967. Þetta var „elsta óleysta morðmálið í Bretlandi“. Lögreglan er nú að rannsaka hvort Headley tengist öðrum óleystum sakamálum.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Headley hafi brotist inn hjá hinni 75 ára Louisa Dunne í Bristol í júní 1967. Hann réðst á hana, nauðgaði og myrti síðan.

Kvenmannsöskur heyrðust berast úr húsi Dunne nokkrum klukkustundum áður en nágrannar hennar fundu lík hennar. Dunne hafði misst tvo eiginmenn og bjó ein þegar hún var myrt.

Engin ummerki um átök voru í húsinu. Líkið lá ofan á hrúgu af gömlum fatnaði.

Málið var óleyst áratugum saman eða allt þar til lögreglan sendi muni, sem voru haldlagðir á heimili Dunne, í DNA-rannsókn. Niðurstöðurnar svöruðu til DNA úr Headley sem hafði afplánað fangelsisdóm fyrir að nauðga tveimur eldri konum 1977.

Headly neitaði sök en kviðdómur sakfelldi hann fyrir morð. Hann bar ekki vitni fyrir dómi.

Talsmaður lögreglunnar sagði að verið sé að rannsaka hvort Headly tengist fleiri óleystum sakamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð