Dæmdur raðmorðingi sem hafði setið á dauðadeild fangelsis var tekinn af lífi í Florida fyrir skömmu. Hann hét Michael Bernard Bell og var 54 ára gamall. Bell var tekinn af lífi með banvænni sprautu og rétt áður en starfsmenn dauðadeildar sprautuðu eitrinu í hann sagði hann:
„Takk fyrir að láta mig ekki verja því sem eftir er ævi minnar í fangelsi.“ – Starfsmennirnir sem önnuðust aftökuna vissu ekki hvort hann beindi þessum orðum að þeim eða einhverjum öðrum.
Bell lokaði augunum og lá hreyfingarlaus á meðan eitrið hóf virkni sína í líkama hans, en það tók innan við tvær mínútur. Metro greinir frá.
Árið 1995 var Bell sakfelldur fyrir að hafa skotið tvær manneskjur til bana á bar í hefndarskyni. Ári síðar var hann sakfelldur fyrir þrjú hræðileg morð sem hann framdi árið 1989. Hann hjó eiginkona sína, sem hafði sótt um skilnað frá honum, með sveðju og sló hana með kúbeini. Hann myrti síðan tvö börn þeirra með sveðju, en þau voru sjö og fimm ára gömul.
Verjandi Bell reyndi árangurslaust að fresta aftökunni á grunni þess að nýr vitnisburður í máli hans væri kominn fram.
Síðasta máltíð Michael Bell fyrir aftökuna voru franskar kartöflur, eggjakaka, beikon og ávaxtasafi. Hann fékk enga gesti fyrir utan sálusorgara.
Bell er 26. fanginn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Átta þeirra hafa verið teknir af lífiðí Florida, fleiri en í nokkru öðru ríki.