fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan ruddist inn í hús í borginni Oviedo í norðurhluta Spánar á miðvikudag og bjargaði þar þremur börnum sem haldið var föngnum. Augnablikið þegar tvö barnanna litu dagsins ljós í fyrsta sinn í fjögur ár náðist á mynd.

Um var að ræða þrjá unga drengi á aldrinum 8-10 ára sem höfðu dvalið í húsinu frá árinu 2021. „Við höfum nú gefið þremur börnum líf sitt aftur,“ segir lögreglustjórinn, Francisco Javier Lozano, í samtali við þýska blaðið Bild.

Foreldrar drengjanna voru handteknir en um er að ræða 48 ára konu með þýskan og bandarískan ríkisborgararétt og 53 ára karlmann sem er fæddur í Þýskalandi.

Fjölskyldan mun hafa lokað sig algjörlega af þegar Covid-faraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Höfðu nágrannar fólksins haft samband við lögreglu þar sem þeir lýstu því að hafa ekki séð drengina um margra ára skeið og þá virtust þeir ekki ganga í skóla.

Í fréttum þýskra fjölmiðla kemur fram að aðstæður í húsinu hafi verið „ógeðslegar“ þar sem rusl var út um allt og skítur úr gæludýrum á gólfinu svo eitthvað sé nefnt. Tveir drengjanna eru tvíburar, átta ára, og voru þeir með bleyjur á sér þegar lögregla bjargaði þeim. Þá sváfu þeir í rimlarúmum.

Þegar lögregla ætlaði að leiða drengina út úr húsinu kom í ljós að þeir áttu enga skó í sínum stærðum.

Lögregla er sögð hafa hafið rannsókn málsins þann 14. apríl síðastliðinn eftir að nágranni gerði lögreglu viðvart um að eitthvað undarlegt væri á seyði í húsinu.

Lögregla mun hafa fylgst með húsinu í nokkuð marga daga og fylgst með mannaferðum og innkaupum fjölskylduföðurins.

Rannsókn málsins stendur yfir og segir einn sem kemur að rannsókninni í samtali við El Comercio að foreldrarnir hafi mögulega verið logandi hræddir við veiruna eða önnur veikindi. Í húsinu fannst til dæmis mjög mikið magn af andlitsgrímum og allskonar lyfjum.

Foreldrar drengjanna eru í haldi lögreglu á meðan málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans