Lík Saman Abbas fannst á yfirgefnu sveitabýli, nærri ökrum þar sem faðir hennar starfaði, í nóvember 2022. Þá voru 18 mánuðir liðnir frá því að hún hvarf.
Áfrýjunardómstóllinn í Bologna komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar hennar hefðu myrt hana með aðstoð fleiri ættingja.
Undirréttur hafði dæmt foreldra hennar, Shabbir Abbas og Nazia Shaheen, í ævilangt fangelsi en sýknaði tvo frændur hennar. Áfrýjunardómstóllinn sneri sýknudómnum yfir þeim við og dæmdi þá einnig í ævilangt fangelsi að sögn The Independent.
Danish Hasnain, frændi Saman, var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir aðild að morðinu en undirréttur hafði dæmt hann í 14 ára fangelsi.