fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 21:30

Mike Tyson var öflugur boxari. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum er kunnugt fara margar misgáfulegar umræður fram á netinu og eins og gengur og gerist ná sumar þeirra flugi á meðan aðrar falla flatar til jarðar.

Ein umræða hefur verið áberandi á síðum eins og Reddit og X að undanförnu en hún snýr að því hvort hundrað óvopnaðir karlmenn gætu ráðið við eina górillu.

Fjallagórillur, sem einnig kallast silfurbakar, eru býsna sterkar og er styrkur einnar górillu almennt talin vera á við 6 til 10 fullorðna menn. Þær eru sérstaklega sterkar í höndunum, enda vöðvarnir þróaðir fyrir klifur og að brjóta tré. Þá eru þær með gríðarlegan styrk í kjálkunum.

Tyson var spurður að því í samtali við IFLTV boxing hvað myndi gerast ef hundrað eintök af Mike Tyson myndu berjast við eina górillu. Ekki stóð á svörunum hjá heimsmeistaranum fyrrverandi sem sagði að górillan myndi aldrei eiga möguleika.

„20 myndu fara í einu, bíta, grípa í punginn og skaufann – það myndi ekki enda vel,“ sagði hann.

Tyson hefur reyndar áður lýst yfir áhuga á að berjast við górillu en þegar hann var á hátindi ferils síns reyndi hann að múta starfsmanni dýragarðs í New York til að hleypa honum inn í búr hjá górillu.

„Þegar við komum að górillubúrinu var þar einn silfurbakur sem var með eineltistilburði gegn öðrum górillum,“ sagði hann í viðtali við The Sun árið 2020. „Ég bauð starfsmanninum 10 þúsund dollara fyrir að opna búrið því mig langaði að berja þessa górillu á trýnið. En hann neitaði.“

Tyson sneri aftur í boxhringinn þegar hann mætti Jake Paul í nóvember síðastliðnum. Hann sýndi ágætis takta á köflum en varð að játa sig sigraðan á stigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðugur uppruni 1. maí

Blóðugur uppruni 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal