Vísindamenn frá Brown háskólanum og State University of New York, sem njóta fjárstuðnings frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, fá aðgang að steinunum auk vísindamanna frá sjö öðrum háskólum.
Steinarnir voru fluttir til jarðarinnar 2020.
Shan Zhongde, forstjóri kínversku geimferðastofnunarinnar, sagði nýlega að steinarnir séu „sameiginlegur fjársjóður mannkynsins“.
Kínverskir vísindamenn hafa ekki fengið aðgang að tunglsteinasýnum NASA vegna takmarkana sem bandaríska þingið hefur sett á samstarf NASA við Kína.