fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagræðingadeildin DOGE hefur fengið á sig harða gagnrýni frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom henni á fót og fékk auðmanninn Elon Musk til að stýra henni. Einkum hefur deildin verið gagnrýnd fyrir starfsmannavalið en Musk virðist hafa ráðið inn hóp af ungmennum sem efast má um að séu með réttu reynsluna til að taka að sér jafn viðkvæmt verkefni og að segja þúsundum upp störfum.

Einn alræmdasti meðlimur deildarinnar gengur undir nafninu Hreðjamikill, eða Big Balls. Hann ákvað að stíga í fyrsta sinn formlega fram í gær þegar hann og kollegar hans mættu í pallborðsumræður á Fox-fréttastofunni.

Hreðjamikill heitir réttu nafni Edward Coristine og er 19 ára gamall. Viðurnefnið byrjaði hann fyrst að nota á LinkedIn.

„Ég bara valdi þetta sem LinkedIn notendanafnið mitt. Fólk á LinkedIn tekur sig svo sjúklega alvarlega og tekur enga sénsa, ég vildi gera þveröfugt. Ég hélt reyndar að enginn myndi taka eftir þessu.“

Edward Coristiner er fæddur árið 2005 og fjölskylda hans á sér áhugaverða fortíð. Afi hans var Valery Fodorovich Martynov, en hann starfaði fyrir leyniþjónustuna KGB í gömlu Sovétríkjunum. Martynov var sendur til Bandaríkjanna árið 1980 til að starfa þar sem njósnari fyrir sovíeska sendiráðið. Alríkislögreglunni bandarísku, FBI, tókst þó að sannfæra Martynov um að gerast þeirra flugumaður. Það fór ekki betur en svo að Martynov var tekinn af lífi í Moskvu árið 1987.

Hreðjamikill er enn ungur að árum. Hann hóf háskólanám við Northeastern-háskólann og stefndi á frama í tæknigeiranum. Hann var þó óþolinmóður svo þegar honum bauðst staða lærlings hjá netöryggisfyrirtæki þá hætti hann umsvifalaust í skólanum. Hann var þó rekinn fljótlega í skugga þungra ásakana – en hann var sakaður um að hafa verið að leka viðskiptaleyndarmálum í samkeppnisaðila og eins sakaður um að hafa tekið þátt í netglæpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans