fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Pressan
Laugardaginn 22. nóvember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Táningsstúlka, Anna Kepner, fannst látin á skemmtiferðaskipi þann 8. nóvember. Lík hennar hafði verið falið undir rúmi í káetu hennar, vafið inn í teppi og hulið með björgunarvestum. Hún var aðeins 18 ára gömul og var í skemmtisiglingu með fjölskyldu sinni. Spjót lögreglu beinast nú að 16 ára stjúpbróður Önnu, en hann mun hafa borið til hennar tilfinningar sem voru dýpri en einfaldur bróðurkærleikur.

Af færslum Önnu á samfélagsmiðlum rétt fyrir andlátið mátti ráða að hún væri að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Inside Edition hafði uppi á fyrrverandi kærasta hennar og ræddi við föður hans, Steven Westin. Westin segir að stjúpbróðir Önnu hafi verið með hana á heilanum. Hann hafi gengið á eftir henni með grasið í skónum og ekki sætt sig við höfnum. Anna hafi óttast stjúpbróður sinn, sem mun ávallt hafa verið með hníf á sér.

Sjá einnig: Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Westner segir að sonur hans og Anna hafi stundum sofnað saman með FaceTime í gangi. Samkvæmt syni hans hafi Anna einu sinni verið sofnuð á undan honum og sá hann hvernig stjúpbróðirinn kom inn í herbergi hennar á meðan hún svaf og klifraði upp á hana. Áhugi stjúpbróðurins á Önnu hafi verið meira ein einföld hrifning unglings, þetta hafi verið þráhyggja.

New York Post ræddi við fyrrverandi kærasta Önnu, en hann sagði að yngri bróðir Önnu hafi heyrt öskur og læti frá káetu Önnu rétt áður en hún lést. Þá hafi Anna verið ein í káetunni með stjúpbróður sínum og hurðin læst.

„Hann heyrði stjúpbróðurinn öskra á hana með hrottalegum hætti, eitthvað á borð við: haltu kjafti, og annað slíkt, og þá vissi [yngri bróðirinn] að eitthvað var í gangi.“

Anna hafi ekki upplifað sig örugga með stjúpbróður sínum. Hann hafi kynferðislega áreitt hana áður en hún hafi þagað yfir því af ótta við öryggi sitt.

„Hún þorði ekki að segja frá því þar sem hún óttaðist að hann myndi þá gera henni eitthvað.“

Fyrrverandi kærastinn segist hafa varað foreldra Önnu við þessari hegðun en þau trúðu honum ekki.

Að sögn New York Post er nú talið að Anna hafi látið lífið eftir að þrengt var að öndunarvegi hennar með kyrkingataki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni