fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Pressan
Föstudaginn 21. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Barry Randolph, 63 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi og er hann sautjándi fanginn sem tekinn er af lífi í ríkinu á þessu ári.

Randolph var sakfelldur fyrir hrottafenginn glæp gegn yfirmanni sínum, Minnie Ruth McCollum, en bæði höfðu þau starfað í matvöruverslun í Palatka.

Kvöld eitt árið 1988 reyndi Randolph að komast inn í peningaskáp verslunarinnar og kom Minnie að honum. Til átaka kom á milli þeirra en það var ójafn leikur. Randolph barði hana, kyrkti og stakk áður en hann nauðgaði henni.

Þrjár konur komu auga á Randolph yfirgefa vettvanginn og fannst Minnie illa haldin og í mikilli lífshættu inni í versluninni. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést sex dögum síðar.

Randolph var dæmdur til dauða árið 1989, en ítrekaðar tilraunir lögmanna hans til að fá dómnum breytt í lífstíðarfangelsi báru ekki árangur. Síðasta beiðni hans var lögð fram í síðustu viku og var henni hafnað.

Alls hafa 44 fangar í Bandaríkjunum verið teknir af lífi á þessu ári og yfir tíu aftökur eru fyrirhugaðar áður en árið er á enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra