fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Pressan
Föstudaginn 21. nóvember 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar líða fer að jólum setjast margar fjölskyldur við imbakassann til að horfa á kvikmyndina Aleinn heima, eða Home Alone. Myndin fjallar um dreng sem er óvart skilinn eftir einn heima um jólin, þarf að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn og verjast innbrotsþjófum. Myndin er hnyttin, jólaleg og endar sem betur fer vel. Myndin var frumsýnd árið 1990, en tveimur árum síðar áttu tvö börn eftir að upplifa það sjálf að vera skilin eftir ein heima um jólin. Þetta var mál sem setti Bandaríkin á hliðina.

Þann 21. desember árið 1992 var bankað á dyrnar hjá Connie Stadelmann. Fyrir utan stóðu tvær ungar stúlkur skjálfandi af kulda. Þetta voru dætur nágranna Connie, þær Nicole og Díana Schoo en þær voru 9 og 4 ára. Connie bauð þeim inn, vafði þær inn í teppi og gaf þeim samloku og nammi. Svo spurði hún hvar foreldrar þeirra væru. „Oh, þau eru í Mexíkó,“ svaraði eldri stúlkan.

Hún greindi Connie frá því að foreldrar þeirra hefðu skellt sér í 9 daga frí til Mexíkó og skilið þær eftir. Þær ákváðu að leita til nágranna síns því reykskynjarinn þeirra var farinn í gang og eitthvað var að leka.

Foreldrar stúlknanna voru David Schoo, 45 ára verkfræðingur, og Sharon Schoo, 35 ára heimavinnandi húsmóðir. Þau sögðu stúlkunum að þær þyrftu að redda sér og að þau hefðu skilið eftir mat í frystinum. Síðan fóru þau til Mexíkó. Engin barnapía var fengin til að gæta stúlknanna og foreldrarnir skildu ekki eftir símanúmer svo hægt væri að hringja í þau til Mexíkó. Það eina sem þær höfðu var handskrifað blað með leiðbeiningum um hvenær þær ættu að borða og hvenær þær ættu að fara að sofa.

Stúlkurnar greindu frá því að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þær hefðu verið skildar eftir einar. Um sumarið hefðu foreldrarnir farið í langa helgarferð og skilið stelpurnar eftir einar í fjóra daga. Að þessu sinni höfðu þær aðeins verið einar í rúman sólarhring þegar reykskynjarinn fór í gang og þær ákváðu að leita aðstoðar frá einhverjum fullorðnum.

Þegar lögregla mætti á svæðið var ákveðið að koma stúlkunum í skjól á meðan yfirvöld hefðu uppi á foreldrum þeirra. Fyrst voru þær sendar til ömmu sinnar en síðar var þeim komið á fósturheimili. Foreldrarnir fundust loks þann 28. desember. Þau voru þá á flugvelli í Texas á leiðinni heim.

Þau voru ákærð fyrir grófa vanrækslu, fyrir að yfirgefa börn sín með grimmilegum hætti og stofna lífi þeirra þar með í hættu. Bandaríska þjóðin var orðlaus og reiðin gífurleg. Fjölmiðlar röktu að foreldrar stúlknanna væru furðufuglar sem hefðu eingrangrað sig mikið frá vinum og fjölskyldu. Til dæmis krafðist Sharon þess að hennar eigin móðir bókaði tíma fyrir heimsóknir. David hafði áður starfað sem lyfjafræðingur en missti leyfið eftir að hann varð uppvís að því að stela róandi töflum úr apótekinu þar sem hann vann. Hann sneri sér þá að verkfræði. Sharon og David voru í fjölmiðlum uppnefnd: Hataðasta par Bandaríkjanna.

Foreldrarnir ákváðu að gera samning við ákæruvaldið til að sleppa við réttarhöld. Þau játuðu minni háttar brot og voru dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en í skiptum afsöluðu þau sér forsjá stúlknanna. Þeim fannst það þó ekkert þungbært en einn heimildarmaður sagði við fjölmiðla: „Þau fá þær aldrei aftur. Ég hef aldrei áður heyrt um foreldra sem bara hreint út vilja ekki börn sín. Þetta fólk bara vill þær ekki.“

Þó að foreldrarnir hefðu ekki áhuga á stúlkunum voru margir tilbúnir að veita þeim ástríkt heimili. Símtölum rigndi til Barnaverndar frá fólki sem var tilbúið að ættleiða stúlkurnar. Þær enduðu á góðu heimili og hófu þar nýtt líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Í gær

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar