fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Pressan
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 20:30

Foreldrar og barnamorðingjar. Natalie Brothwell og Maurice Taylor. Lögreglumynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir og móðir hafa verið sakfelld fyrir hræðilega glæpi sem framdir voru í borginni Lancaster í Kaliforníu árið 2020. Voru þau fundin sek um að hafa stungið og afhöfðað tvö af fjórum börnum sínum og látið hin tvö horfa á lík systkina sinna. Bæði voru fundin sek um fyrstu gráðu morð fyrir dómstóli í Los Angeles þann 18. nóvember síðastliðinn.

Faðirinn heitir Maurice Jewel Taylor Sr. og er 39 ára, en móðirin heitir Natalie Sumiko Brothwell og er 48 ára. Auk þess að vera sakfelld fyrir tvö morð voru þau fundin sek um ofbeldi gegn börnum.

Hryllingurinn átti sér stað þann 20. nóvember árið 2020. Parið stakk þá til bana 12 ára son þeirra og 13 ára dóttur, og afhöfðuðu börnin. Þau neyddu síðan tvo yngri syni sína til að horfa á líkin. Drengirnir sem eftir lifðu voru lokaðir inni í herbergjum sínum dögum saman og höfðu ekki aðgang að mat. Kom þetta í ljós er þeir voru loks frelsaðir.

Líkin fundust fimm dögum eftir morðin. Nágrannar gerðu yfirvöldum þá viðvart um skelfilegan óþef sem lagði frá íbúðinni.

Faðirinn var handtekinn sama dag en móðirin ekki fyrr en um 10 mánuðum síðar en hún var þá á heimili sínu í Tucson í Arizona. Hafði þá verið gefin út handtökuskipun á hana.

Búist er við að þau Taylor og Brothwell verði dæmd í lífstíðar fangelsi án möguleika á reynslulausn. Sem fyrr segir hafa þau verið sakfelld fyrir þessa glæpi en refsing yfir þeim verður ákveðin þann 13. janúar árið 2026.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Í gær

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar