fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Pressan

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést

Pressan
Fimmtudaginn 2. október 2025 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Colorado eru með andlát blaðamannsins Hunter S Thompson til skoðunar, 20 árum eftir meint sjálfsvíg hans. Thompson lést 67 ára að aldri á heimili sínu í Woody Creek, sem er smábær í nágrenni Aspe, í febrúar árið 2005.

Rannsóknarlögreglan, Colorado Bureau of Investigation, greindi frá því á þriðjudaginn að mál blaðamannsins væri til skoðunar, ekki vegna nýrra gagna heldur til að fá ferska sýn á málið. Talið er að Thompson hafi svipt sig lífi með skotvopni, en hann var í símanum að tala við eiginkonu sína þegar skotið reið af og það var sonur hans sem kom að honum. Lögregla fann ekkert sem benti til saknæmrar háttsemi.

Thompson er einn þekktasti blaðamaður fyrr og síðar og var frumkvöðull svokallaðrar gonzo-fréttamennsku þar sem blaðamaðurinn skrifar sjálfan sig inn í fréttina, gjarnan með því að skrifa hana í fyrstu persónu. Hann skrifaði svo hina frægu bók Fear and Loathing in Las Vegas sem fjallar um andfélagsmenningu (e. counterculture) sjöunda áratugarins. Bókin varð síðar að samnefndri kvikmynd þar sem Johnny Depp fór með hlutverk Thompsons. Sagan fjallar um ferðalag Thompsons þvert yfir vesturhluta Bandaríkjanna þar sem hann, undir miklum áhrifum vímuefna, leitaði að ameríska draumnum.

Lögreglan segist fullviss um að Thompson hafi fallið fyrir eigin hendi en ekkja hans, Anita, segist hafa heyrt út undan sér að um morð hafi verið að ræða. Að ósk ekkjunnar og til að leiða málið endanlega til lykta hefur málið verið opnað að nýju. Anita sagði þó skömmu eftir andlát eiginmanns síns að hann hafi talað um sjálfsvíg. Honum fannst hann vera á tindi lífs síns og vildi deyja sem meistari. Hún hafi þó komið því skýrt á framfæri við hann að ef hann léti verða af því myndi hún ekki syrgja hann og hata hann til eilífðar.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa
Pressan
Fyrir 1 viku

„Konan í bleiku“ – Interpol hefur loks borið kennsl á hana

„Konan í bleiku“ – Interpol hefur loks borið kennsl á hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar