fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Pressan

Vendingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970

Pressan
Fimmtudaginn 2. október 2025 22:00

Cheryl Grimmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sjálfboðaliða hefur leitað til lögreglunnar í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vegna leitar að líki Cheryl Grimmer sem hvarf þann 12. janúar árið 1970.

Cheryl var aðeins þriggja ára þegar hún hvarf frá Fariy Meadow-ströndinni í Wollongong, en lögregla telur að hún hafi verið numin á brott og svo myrt. Cheryl var á ströndinni ásamt móður sinni og þremur bræðrum þegar hún hvarf skyndilega.

Sjálfboðaliðarnir sem um ræðir starfrækja samtökin Search Dogs Sydney, en eins og nafnið gefur til kynna búa samtökin yfir sérþjálfuðum leitarhundum.

Samtökin leituðu, að beiðni aðstandenda Cheryl, á svæði skammt frá staðnum þar sem Cheryl hvarf og segir í frétt BBC að leitin hafi gefið til kynna að þar væri hugsanlega eitthvað að finna.

Leitarhundarnir, sem eru meðal annars þjálfaðir til að leita að líkum, hafa áður sýnt hversu megnugir og hafa þeir áður fundið mannabein á afskekktum stöðum. Talsmaður teymisins, Chris D’Arcy, segir að hundarnir hafi sýnt greinilega breytingu í hegðun á svæðinu sem nú er í brennidepli.

Tilfinningarnar eru þó blendnar hjá aðstandendum Cheryl. „Við vonuðum alltaf að hún hefði verið tekin af einhverjum sem gat ekki eignast barn, alið hana upp og að hún myndi einn daginn bankað upp á,“ segir bróðir hennar, Ricki Nash. „Að vera hér og leita að líkamsleifum er ekki góð tilfinning.“

Frank Sanvitale, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sem starfaði við rannsókn málsins á sínum tíma, segir líkurnar á að finna eitthvað eftir svo langan tíma vera afar litlar. „Það væri eins og að vinna fjórum sinnum í röð í lottó,“ sagði hann – en bætti við að fjölskyldan ætti skilið að fá sannleikann eftir öll þessi ár.

Árið 2019 var mál gegn manni, sem þá var á sextugsaldri, fellt niður en hann hafði verið ákærður fyrir mannrán og morð á Cheryl. Hann neitaði alfarið sök og dómari hafnaði því að hægt væri að nota játningu, sem hann hafði gefið sem unglingur á áttunda áratugnum, sem sönnun fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm