fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Pressan

Faðir vaknaði daginn sem ákvarða átti refsingu hans fyrir kynferðisbrot – Þess í stað skaut hann börnin sín

Pressan
Fimmtudaginn 2. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir í Michigan, sem hafði verið sakfelldur fyrir að bera kynfæri sín fyrir framan barn, átti að vera dæmdur til refsingar þann 11. september síðastliðinn. Þess í stað var hann handtekinn og ákærður fyrir töluvert alvarlegri brot. Hann hafði um morguninn vaknað og skotið þrjú börn sín, eitt þeirra til bana.

Jeff Smere er 44 ára og á árunum 2020-2023 rak fjölskylda hans dagvistun fyrir börn. Smere var sakaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir einu barninu í hans umsjá. Hann var sakfelldur í dómi og þann 11. september átti að ákvarða refsingu hans, eins og venjan er í Bandaríkjunum. Þess í stað vaknaði hann þennan morgun, vakti börnin sín til að koma þeim í skólann en síðan, fyrir einhverja ástæðu, skaut hann þau. Lögregla fékk tilkynningu um skothvelli á heimilinu klukkan sex um morguninn. Þegar komið var á vettvang lágu börnin þrjú í blóði sínu.

Eiginkona Smera og elsti sonur hans höfðu náð að stöðva aðförina en Smere reyndi þá að svipta sig lífi. Hann játaði sök greiðlega í skýrslutöku og sagðist hafa skipulagt árásina í um viku. Kayleb, 17 ára sonur hans, lést af sárum sínum. Hin börnin, Bentley 13 ára og Kinzley 12 ára, lifðu árásina af en voru flutt alvarlega slösuð á gjörgæsludeild. Kinzley er nú lömuð frá hálsi og niður. Skotið hæfði hana í bakið. Að sögn GoFundMe-síðu fjölskyldunnar elskaði Kinzley blak og dans en mun nú hvorugt getað stundað framar. Bentley slapp betur en slasaðist töluvert, en hann er með brotin kinnbein, brotin kjálka og brotið nefbein.

Smere er nú ákærður fyrir eitt morð og tvær morðtilraunir, ásamt barnaverndarbrotum, heimilisofbeldi gegn börnum og fjölda brota gegn vopnalögum.

„Móðirin situr nú eftir og þarf að hugsa um tvö slösuð börn samtímis því sem hún syrgir son sinn og eiginmann. Hún stendur nú frammi fyrir því erfiða verkefni að skipuleggja jarðarför, borga síhækkandi reikninga vegna heilbrigðisþjónustu og eins þarf hún að sjá fjölskyldu sinni fyrir nauðsynjum á borð við mat. Fjölskyldan átti þegar erfitt með að ná endum saman, fyrir þennan harmleik, og þarf nú að finna nýtt heimili með aðgengi fyrir hjólastól,“ segir á GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína