fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Pressan
Föstudaginn 24. janúar 2025 04:33

Myndin sem varð þeim að falli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fíkniefnasmyglarar, sem reyndu að smygla gríðarlegu magni af MDMA til Ástralíu, á vegum skipulagðra glæpasamtaka munu væntanlega dvelja í fangelsi megnið af því sem þeir eiga eftir ólifað. Það var ljósmynd af hundi annars þeirra sem varð þeim að falli.

Stefan Baldauf, 64 ára, og Philip Lawson, 63 ára, voru meðlimir í skipulögðum glæpasamtökum sem ætlaði að smygla hálfu tonni af MDMA, öðru nafni e-töflur, til Ástralíu. Áætlað söluverð taflnanna er sem svarar til 7,6 milljarða króna.

En hið fyrirhugaða smygl fór út um þúfur þegar samverkamaður þeirra, Danny Brown, sendi Baldauf ljósmynd af hundinum sínum, Bob. Á myndinni sést nafnskilti Bob og á því er símanúmer maka Brown. Það var þetta símanúmer sem kom lögreglunni á slóð smyglaranna.

Metro segir að breska lögreglan hafi komist yfir myndina og hafi þannig getað sannað aðild Brown að smyglinu. Hann sendi einnig mynd í gegnum EncroChat. Á henni sést spegilmynd hans í skilti á útidyrahurð.

Félagarnir földu töflurnar í gröfu sem átti að senda til Ástralíu. Þar átti að taka hana í sundur og koma töflunum í dreifingu. Breska lögreglan komst á snoðir um þetta og fann gröfuna í iðnaðarhúsnæði áður en hún var send af stað.

Brown, sem er 57 ára, var dæmdur í 28 ára fangelsi og til að greiða sem nemur 170 milljónum króna í sekt. Ef hann greiðir ekki innan þriggja mánaða, bætast 7 ár við fangelsisvistina.

Lawson var dæmdur í 23 ára fangelsi og til að greiða sem nemur 31 milljón króna í sekt. Ef hann greiðir ekki innan þriggja mánaða, þá bætast 3 ár við fangelsisvistina.

Brown var dæmdur í 26 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir