fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 06:30

Suðurafrískur lögreglumaður að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru í haldi lögreglunnar í Jóhannesborg í Suður-Afríku, grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki og mansal. Mennirnir voru handteknir eftir að 26 naktir Eþíópíumenn fundust í húsi í borginni. Voru þeir fórnarlömb mansals.

The Guardian segir að tilkynnt hafi verið um brothljóð, sem bárust frá húsi einu, þegar margir af um 60 Eþíópíumönnum, sem var haldið þar föngnum, hafi brotist út úr húsinu. Allir voru þeir klæðalausir.

Lögreglan handtók þrjá menn á vettvangi, grunaða um mansal og vörslu skotvopna. 11 voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan hefur ekki enn haft upp á öllum Eþíópíumönnunum sem voru í húsinu.

Talsmaður lögreglunnar sagði að ummerki á vettvangi bendi til að um mansal hafi verið að ræða og að mennirnir hafi verið látnir vera naktir til að niðurlægja þá og koma í veg fyrir að þeir myndu flýja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám