fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Pressan

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra

Pressan
Þriðjudaginn 23. september 2025 06:00

Foreldrar drengjanna sitja eftir í skuldasúpu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppátæki tveggja sautján ára drengja í Sjanghæ í Kína kom foreldrum þeirra í koll á dögunum þegar dómstóll dæmdi þá til að greiða veitingastaðakeðju rúmar 37 milljónir króna.

Drengirnir tóku upp á því að pissa í svokallaðan „hotpot“ í útibúi kínversku veitingastaðakeðjunnar Haidilao í borginni. Þeir tóku upp myndband af þessum gjörningi sínum og vakti það mikla athygli á kínverskum samfélagsmiðlum í febrúar síðastliðnum.

DV greindi frá því í mars að Haidilao hefði ákveðið að greiða 4.000 viðskiptavinum sínum bætur eftir að myndbandið fór á flug. Sagði fyrirtækið í yfirlýsingu við það tilefni að það skilji fullkomlega hversu óþægilegt málið væri fyrir viðskiptavini. Ekki sé hægt að bæta þeim þetta að fullu en fyrirtækið muni gera sitt besta til að taka ábyrgð á málinu.

Sjá einnig: Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Fyrirtækið stefndi drengjunum, eða öllu heldur foreldrum þeirra þar sem þeir voru ekki orðnir lögráða, og hefur dómari nú ákvarðað að þeir þurfi að greiða samtals rúmar 37 milljónir króna vegna málsins.

Fyrirtækið fór fram á mun hærri bætur, um 350 milljónir króna, á þeim grundvelli að fyrirtækið hefði greitt viðskiptavinum ríflegar bætur vegna málsins. Um 4.000 viðskiptavinir hefðu fengið endurgreiðslur og bætur eftir að málið kom upp.

Dómstóllinn úrskurðaði að athafnir ungu mannanna hefðu brotið gegn eignarrétti og orðspori veitingastaðarins og tók fram að hegðun þeirra hefði mengað útbúnað á veitingastaðnum og vakið reiði almennings. Sem betur fer munu engir viðskiptavinir keðjunnar hins vegar hafa neytt súpunnar sem búið var að pissa í.

Haidilao-veitingastaðakeðjan hefur vaxið hratt á undanförnum árum og eru í dag yfir þúsund útibú um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 1 viku

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk