fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Pressan

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Pressan
Miðvikudaginn 10. september 2025 07:00

Rana og Dennis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að símtal sem hringt var fyrir mistök hafi varpað ljósi á geranda í óhugnanlegu morðmáli og um leið afhjúpað manneskjuna sem aðstoðaði við að fela líkað. Tveir einstaklingar, karl og kona á sjötugsaldri, standa frammi fyrir alvarlegum ásökunum.

Málið varðar hvarf hinnar 47 ára Rönu Nofal Soluri í mars 2024 en hún starfaði sem flugfreyja hjá Envoy Air, dótturfélagi American Airlines. Ekki var tilkynnt um hvarf hennar fyrr en í júní sama ár þegar hún skilaði sér ekki aftur til vinnu eftir veikindaleyfi vegna minniháttar aðgerðar sem hún hafði gengist undir.

Sá sem er grunaður um morðið heitir Dennis William Day og er 66 ára. Hann er grunaður um að hafa kyrkt vinkonu sína, fyrrnefnda Rönu, í eldhúsinu heima hjá sér eftir rifrildi þeirra á milli.

Hann á síðan að hafa hringt í aðra vinkonu sína, hina 62 ára Joni Thomas, sem er sögð hafa komið heim til Dennis á pallbílnum sínum. Gengur lögregla út frá því að Dennis og Joni hafi ekið um 110 kílómetra leið og hent líkinu fram af brú.

New York Post greinir frá því að talhólfsskilaboð séu lykilsönnunargagn í málinu. Virðist Joni hafa hringt óvart í síma Dennis úr vasanum á meðan þau voru að flytja líkið. Hann svaraði ekki símanum og fór hringingin því í talhólf sem geymdi skilaboðin.

Í samskiptum þeirra heyrist hann meðal annars biðja hana afsökunar á því að hafa dregið hana inn í þetta mál. Í bakgrunni heyrast svo ákveðin hljóð sem gefa til kynna að þau hafi verið að færa eitthvað þungt. Gengur lögregla út frá því að þau hafi verið að færa líkið þegar Joni var með símann í vasanum og hringdi óvart í Dennis.

Í frétt New York Post kemur fram að Dennis hafi játað að hafa banað Rönu, hann hafi kyrkt hana með berum höndum eftir rifrildi. Lík Rönu hefur hins vegar ekki fundist og óttast lögregla að straumurinn í ánni hafi borið það út í sjó. Dennis situr í fangelsi í Tarrant-sýslu og býður þess að málið fari fyrir dóm en Joni gengur laus gegn tryggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Helgaði líf sitt Grænlandsjökli en hvarf svo í iður hans

Helgaði líf sitt Grænlandsjökli en hvarf svo í iður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”

Maki minn og ég deilum þyngdarstjórnunarlyfseðli til að spara – „Við skiptumst á að sprauta okkur”
Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina

Lögreglustjóri sem varð innblástur Hollywood-myndar tók skuggalegt leyndarmál með sér í gröfina